Lax með sætkartöflumús að hætti Lindu Ben

fyrir

4

Uppáhalds

Eldunartími

15 mín.

Undirbúa

15 mín.

Samtals:

30 mín.

Lax með sætkartöflumús að hætti Lindu Ben

Innihald:

2 sætar kartöflur

800 g lax

50 g smjör

1 laukur

3 hvítlauksrif

1 cm engifer

1/3 tsk þurrkaðar chillí flögur

Salt og pipar

Ferskt timjan (líka hægt að nota þurrkað)

1 msk hunang

75 g smjör

Grænkál

1 stk epli

Leiðbeiningar

Aðferð

1

Skerið sætu kartöflurnar í u.þ.b. þrjá bita svo þær passi betur í pottinn, setjið vatn í pottinn svo flæði yfir kartöflurnar, sjóðið þar til mjúkar í gegn.

2

Ef þú ert með pönnu sem má fara inn í ofn skaltu kveikja á ofninum og stilla á 200°C, undir og yfir.

3

Á meðan sætu kartöflurnar eru að sjóða, skerið þá laukinn smátt niður, steikið á pönnu upp úr smjöri, rífið hvítlauksgeirana og engiferið út á pönnuna.

4

Skerið laxinn í 4 bita, kryddið með salti og pipar. Færið laukinn til á pönnunni svo pláss myndist fyrir laxinn, setjið svolítið af lauknum ofan á laxinn, kryddið með chillí, timjan og setjið örlítið hunang yfir. Steikið laxinn á pönnunni í nokkrar mín. og setjið svo pönnuna inn í ofn þar til hann er bakaður í gegn. Ef þú ert með pönnu sem má ekki fara inn í ofn þá lækkarðu hitann undir pönnunni og setur lokið á hana þar til laxinn er eldaður í gegn.

5

Taktu hýðið af sætu kartöflunum og settu þær í skál, gott að setja í hrærivélina, settu smjörið ofan í skálina og hrærðu öllu saman þar til myndast hefur mús.

6

Setjið sæt kartöflumús á diskana og setjið svo laxinn yfir með kryddaða lauknum. Skerið grænkálið og eplin niður, dreifið yfir laxinn.

Vörur í uppskrift
2
Sætar kartöflur

Sætar kartöflur

ca. 500 gr. - 330 kr. / kg. - 165 kr. Stk.

2
Landlax Laxabit ...

Landlax Laxabit ...

ca. 550 gr. - 3.980 kr. / kg. - 2.189 kr. Stk.

1
MS smjör 250gr

MS smjör 250gr

250 gr.  - 416 kr. Stk.

1
Laukur

Laukur

ca. 167 gr. - 239 kr. / kg. - 40 kr. Stk.

1
Hvítlaukur

Hvítlaukur

200 gr.  - 179 kr. Stk.

1
Engiferrót

Engiferrót

ca. 300 gr. - 1.090 kr. / kg. - 327 kr. Stk.

1
Pottagaldrar ch ...

Pottagaldrar ch ...

1 stk.  - 569 kr. Stk.

1
Timjan ferskt

Timjan ferskt

1 stk.  - 368 kr. Stk.

1
First Price hunang

First Price hunang

425 gr.  - 419 kr. Stk.

1
Gestus grænkál

Gestus grænkál

450 gr.  - 229 kr. Stk.

1
epli jonagold

epli jonagold

350 gr.  - 99 kr. Stk.

Vörur

()

Samtals:

5.000 kr.
Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur