fyrir
8
Eldunartími
75 mín.
Undirbúa
15 mín.
Samtals:
90 mín.
Innihald:
1 stk. baguette snittubrauð
1 pakki Krónu beikon
6 stk. laukur
1 stk. hvítlaukur, saxaður
1-2 msk. ferskt timjan, saxað
1/2 dl graslaukur, saxaður
1-3 tsk. Oscar nautakjötkraftur
1-2 msk. dökkur sósujafnari
1 msk. rauðvínsedik
2 tsk. soya sósa
1/2 tsk. svartur pipar
250 ml rjómi
200 g af gouda osti, rifinn
1/2 dL parmesan ostur, rifinn
1 msk. ólífuolía
500 ml vatn
Salt eftir smekk
Leiðbeiningar
Að hætti Víðis Hólm
Skerið lauk í ræmur. Saxið hvítlauk, ferskt timjan og graslauk, setið svo til hliðar.
Setið laukinn í pott og hellið vatni yfir þar til hann ef hálf hulinn. Sjóðið laukinn og hrærið þar til að vatnið hefur gufað upp.
Hellið ólífuolíu út í og eldið á miðlungshita í 30-60 mínútur og hrærið reglulega þar til hann er létt karmeliseraður og brúnn (gott er að hafa vatn á kantinum til að leysa upp og skafa ef eitthvað skyldi festast við botninn á pottinum).
Leggið beikonsneiðar á ofnplötu með bökunarpappír, setjið inn í kaldan ofn og stillið á 180°C og blástur.
Takið beikonið út þegar það er eldað og dökkt. Þerrið með eldhúspappír og skerið í bita.
Bætið í pottinn hvítlauknum ásamt rauðvínsediki og eldið.
Þegar laukurinn er brúnaður og hvítlaukurinn orðinn mjúkur hellið þá 500ml af vatni í pottinn. Bætið við nautakrafti eftir smekk.
Bætið við timjan, svörtum pipar og soya. Passið upp á saltmagnið, því beikon, kraftur og soya er allt mjög salt.
Leyfið sósunni að krauma létt og bætið við rúmlega 200ml af rjóma.
Bætið við sósujafnara eftir þörfum og hrærið vel. Leyfið að malla rólega þar til sósan er þykk og rjómakennd meðan þið smakkið til.
Skerið eða rífið baguette í munnbita.
Blandið saman brauðinu, beikoninu og sósunni. Dreifið svo í eldfast mót.
Hellið örlítið af rjóma yfir. Rífið 200g af osti ásamt parmesan eftir smekk og toppið réttinn.
Hendið inn í 180°C heitan ofn í u.þ.b. 15-20 mín og takið út þegar osturinn er bráðinn og brúnaður.
Toppið með söxuðum graslauk og berið fram.
Gæðabakstur bag ...
250 gr. - 1116 kr. / kg - 279 kr.
Ódýrt beikon
375 gr. - 2309 kr. / kg - 866 kr.
Laukur
ca. 167 gr. - 198 kr. / kg - 33 kr.
Hvítlaukur
200 gr. - 945 kr. / kg - 189 kr.
Timjan ferskt
1 stk. - 368 kr. / stk - 368 kr.
Graslaukur ferskur
1 stk. - 368 kr. / stk - 368 kr.
Oscar nautakjöt ...
90 gr. - 3878 kr. / kg - 349 kr.
Maizena dökkur ...
250 gr. - 1160 kr. / kg - 290 kr.
Gestus rauðvínsedik
250 ml. - 1436 kr. / ltr - 359 kr.
Kikkoman sojasósa
150 ml. - 3047 kr. / ltr - 457 kr.
MS rjómi 250 ml
250 ml. - 1560 kr. / ltr - 390 kr.
VSOC Aged gouda ...
200 gr. - 5995 kr. / kg - 1.199 kr.
Ambrosi Julienn ...
85 gr. - 7047 kr. / kg - 599 kr.
Napolina ólífuolía
500 ml. - 2278 kr. / ltr - 1.139 kr.
Prima svartur p ...
35 gr. - 10286 kr. / kg - 360 kr.
Maldon sjávarsalt
250 gr. - 1868 kr. / kg - 467 kr.
Samtals: