Lambaspjót með sítrónumarineringu

fyrir

4

Eldunartími

30 mín.

Undirbúa

150 mín.

Samtals:

180 mín.

Lambaspjót með sítrónumarineringu

Innihald:

Lambaspjót

1 kg lamba-innanlæri, skorið í teninga

salt og pipar

1 rauð paprika, skorin í bita

1 græn paprika, skorin í bita

1 rauðlaukur, skorinn í bita

Sítrónumarinering

handfylli fersk steinselja

2 msk. marjoram

2 msk. ólífuolía

2 tsk. sítrónusafi

2-3 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir

1 tsk. sjávarsalt

1⁄2 tsk. pipar

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Jóhanna Hlíf Magnúsdóttir. Mynd: Alda Valentína Rós

1

Setjið steinselju, marjoram, ólífuolíu, sítrónusafa, hvítlauk, salt og pipar í matvinnsluvél og blandið vel saman.

2

Skerið lambakjötið í teninga og þerrið.

3

Kryddið með salti og pipar.

4

Setjið marineringuna ásamt lambinu í glerskál og veltið kjötinu vel upp úr marineringunni.

5

Setjið í kæli í 2 klukkustundir eða í allt að sólarhring.

6

Forhitið grill á meðalhita.

7

Raðið lambakjöti, papriku og rauðlauk til skiptis á spjót.

8

Snúið á 1-2 mín. fresti þar til kjötið er eldað.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima