Maríneruð lambaspjót með rauðbeðupestói

fyrir

4

Uppáhalds

Eldunartími

70 mín.

Undirbúa

90 mín.

Samtals:

160 mín.

Maríneruð lambaspjót með rauðbeðupestói

Innihald:

Spjótin

1,2 kg kinda/lambalundir

salt

pipar

¾ dl olía

4 msk. sojasósa safi úr einni sítrónu

4 stk. hvítlauksrif, pressuð

1 dl ferskt óreganó eða timían, saxað

1 dl ferskt dill, saxað, má nota 1 msk. þurrkað dill

sítróna, til skrauts

kryddjurtir, til skrauts

möndlur, gróflega saxaðar, til skrauts

Pestó

450-500 g rauðrófur, kaldar, skornar smátt

100 g möndlur, grófsaxaðar

2 hvítlauksrif, söxuð eða pressuð

rúmlega 4 dl Óðals-Ísbúi ostur, rifinn fínt

2½ dl olía

2 msk. sítrónusafi

salt

pipar

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Hanna Þóra. Mynd: Gunnar Bjarki

Lambaspjót

1

Skerið lambakjötið í litla bita, rúmlega 2,5 x 2,5 cm en hver biti er 20-25 g. 2 Setjið kjötið á smáspjót, u.þ.b. 20 stykki og þrír bitar á hvert spjót. Ef þið notið tréspjót leggið þau þá í bleyti áður.

4

Saltið og piprið kjötið.

5

Hægt er að grilla úti eða á pönnu. Fyrir miðlungssteikt kjöt grillið í u.þ.b. 1,5 mín. á hvorri hlið. Bætið við 1 mín. á hvora hlið ef þið viljið hafa kjötið vel steikt.

6

Blandið saman olíu, sojasósu, sítrónusafa, hvítlauk og kryddjurtum í skál. 7 Setjið kjötið í fat ásamt maríneringunni og penslið yfir lambið. Látið lampaspjótin hvíla í nokkra klukkutíma við stofuhita en ágætt er að snúa kjötinu við einu sinni eða tvisvar á þeim tíma.

Rauðrófupestó

1

Hitið ofninn í 200°C.

2

Sjóðið rauðrófurnar og setjið inn í ofn og bakið í 1 klst.

3

Ef rauðrófurnar eru stórar má skera þær í tvennt og láta skurðinn snúa niður.

4

Látið þær kólna. Ágætt er að gera þetta daginn áður.

5

Afhýðið rauðrófurnar og skerið svo í litla bita og setjið möndlurnar og hvítlauksrifin í matvinnsluvél eða blandara.

6

Blandið ostinum, olíunni og sítrónusafanum saman við með sleikju og saltið og piprið að vild.

7

Leggið rauðrófupestóið á fat eða á forréttadiska.

8

Takið lambaspjótin úr maríneringunni og leggið ofan á pestóið. Skreytið með fersku óreganói eða timíani. Skreytið með sítrónusneið, kryddjurtum og möndlubitum.

Vörur í uppskrift
1
Kjötborð Lambalundir

Kjötborð Lambalundir

ca. 550 gr. - 8.599 kr. / kg. - 4.729 kr. Stk.

1
Grön Balance ól ...

Grön Balance ól ...

500 ml.  - 1.459 kr. Stk.

1
Kikkoman sojasósa

Kikkoman sojasósa

150 ml.  - 489 kr. Stk.

3
sítrónur

sítrónur

130 gr.  - 55 kr. Stk.

1
Hvítlaukur

Hvítlaukur

200 gr.  - 179 kr. Stk.

1
Timjan ferskt

Timjan ferskt

1 stk.  - 368 kr. Stk.

1
Náttúra dill ferskt

Náttúra dill ferskt

1 stk.  - 368 kr. Stk.

1
Grön Balance ra ...

Grön Balance ra ...

1 kg.  - 199 kr. Stk.

1
Krónu möndlur í hýði

Krónu möndlur í hýði

500 gr.  - 769 kr. Stk.

1
Óðals hávarður

Óðals hávarður

460 gr.  - 1.399 kr. Stk.

Líklega til heima
1
Jamie Oliver sa ...

Jamie Oliver sa ...

350 gr.  - 999 kr. Stk.

1
Prima svartur p ...

Prima svartur p ...

35 gr.  - 360 kr. Stk.

Vörur

()

Samtals:

10.014 kr.
Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur