Hægeldaður lambaskanki með graskersmús

fyrir

4

Uppáhalds

Eldunartími

300 mín.

Undirbúa

20 mín.

Samtals:

320 mín.

Hægeldaður lambaskanki með graskersmús

Innihald:

4 lambaskankar (lamba grillleggir)

4-5 gulrætur

1 sellerístilkur

1 laukur

1 msk tómatpúrra

250 ml 0% rauðvín

1 l kjúklingasoð

2 lárviðarlauf

2 hvítlauksrif

1 tsk timjan

2 butternut grasker

50 g smjör

Salt og pipar

Ólífuolía

Leiðbeiningar

Sex til átta tíma hægeldun svo ágætt að byrja í hádeginu að koma þessu af stað.

1

Gatið ysta lagið á skönkunum og saltið og piprið duglega.

2

Hitið smá ólífuolíu í stórum potti og brúnið skankana á öllum hliðum á háum hita.

3

Takið skankana til hliðar og lækkið undir. Setjið í pottinn allt smátt saxað, lauk, 2 gulrætur og sellerí. Saltið smá og steikið á meðal háum hita án þess að brúna grænmetið eða þar til það hefur mýkst.

4

Tómatpúrran sett út í og hrært saman við grænmetið.

5

Rauðvín sett út í og soðið í 3 mínútur.

6

Bætið lambaskönkum aftur í pottinn ásamt gróft skornum 2-3 gulrótum, krömdum hvítlauksrifjum, timjan og lárviðarlaufum.

7

Hellið í soði þar til skankarnir rétt gægjast uppúr, ef eitthvað vantar uppá má bæta vatni í staðinn.

8

Setjið inn í ofn með loki á 130°c í 5-6 klukkustundir.

9

Þegar það er klukkutími í mat þá hækkum við ofninn í 180°c, skerum grasker í tvennt, skóflum fræjum úr, pensla með olíu og salta. Setjum inn í ofn þar til þau eru mjúk eða um 45 mín.

10

Á sama tíma og þetta er að gerast þá viljum við taka soð af skönkunum til þess að búa til sósu. Ausum nánast öllu soðinu úr pottinum í gegnum sigti í annan pott.

11

Skankarnir látnir vera í ofninum núna án loks meðan graskerið bakast.

12

Sjóðið soðið niður um helming eða svo. Svo má þykkja sósuna með örlitlu hveiti eða maísmjöli.

13

Þegar graskerið er orðið mjúkt þá er gott að moka því úr með skeið. Setjið í matvinnsluvél eða stappið saman. Bætið svo smjöri út í og smakkið til með salti

14

Berið fram lambaskanka með graskersmús og sósu

Vörur í uppskrift
1
Kjötborð Lambag ...

Kjötborð Lambag ...

ca. 900 gr. - 2.999 kr. / kg. - 2.699 kr. Stk.

1
SFG Gulrætur SF ...

Búið í bili

SFG Gulrætur SF ...

500 gr.  - 499 kr. Stk.

1
Sellerí

Sellerí

ca. 350 gr. - 479 kr. / kg. - 168 kr. Stk.

1
Laukur

Laukur

ca. 167 gr. - 198 kr. / kg. - 33 kr. Stk.

1
Grön Balance tó ...

Grön Balance tó ...

200 gr.  - 319 kr. Stk.

1
Cero Coma 0% rauðvín

Cero Coma 0% rauðvín

750 ml.  - 699 kr. Stk.

1
Wholesome pantr ...

Wholesome pantr ...

946 ml.  - 599 kr. Stk.

1
Flóru lárviðarlauf

Flóru lárviðarlauf

15 gr.  - 150 kr. Stk.

1
Grön Balance hv ...

Grön Balance hv ...

100 gr.  - 349 kr. Stk.

1
Timjan ferskt

Timjan ferskt

1 stk.  - 368 kr. Stk.

1
Butternut grasker

Butternut grasker

1050 gr.  - 459 kr. Stk.

Líklega til heima
1
MS smjör 250gr

MS smjör 250gr

250 gr.  - 414 kr. Stk.

1
Grön Balance ól ...

Grön Balance ól ...

500 ml.  - 1.599 kr. Stk.

1
Maldon sjávarsalt

Maldon sjávarsalt

250 gr.  - 498 kr. Stk.

1
Prima svartur p ...

Prima svartur p ...

35 gr.  - 360 kr. Stk.

Vörur

()

Samtals:

5.843 kr.