Lakkrís- og bláberjamarensterta

fyrir

6

Uppáhalds

Eldunartími

70 mín.

Undirbúa

20 mín.

Samtals:

90 mín.

Lakkrís- og bláberjamarensterta

Innihald:

Marengs

4 eggjahvítur

250 g púðursykur

Sósa

200 g Bingókúlur

½ dl rjómi -

Fylling

300 g bláber

4 dl rjómi, þeyttur

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann

Marengs

1

Hitið ofninn í 150°C.

2

Þeytið eggjahvítur og púðursykur mjög vel saman þar til blandan er orðin stíf og sykurinn uppleystur.

3

Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.

4

Teiknið tvo 20 cm hringi á pappírinn og skiptið deiginu á milli hringjanna.

5

Bakið í 50 mín.

6

Slökkvið á ofninum og látið botnana vera í ofninum á meðan hann kólnar.

Sósa

1

Setjið Bingókúlur og rjóma í pott og hitið við meðalhita þar til kúlurnar hafa bráðnað og sósan er orðin slétt.

2

Takið pottinn af hitanum og látið sósuna kólna dálítið.

Fylling

1

Takið nokkur bláber frá til skrauts og um 4 matskeiðar af rjómanum.

2

Blandið afganginum af bláberjunum saman við rjómann.

3

Setjið bláberjarjómann á annan marensbotninn.

4

Setjið síðan 3 matskeiðar af lakkríssósu á milli áður en hinn botninn er settur ofan á.

5

Setjið rjóma ofan á botninn og dreifið bláberjum og afganginum af lakkríssósunni yfir.

Vörur í uppskrift
1
Nesbú Hamingjuegg

Nesbú Hamingjuegg

630 gr. - 1049 kr. / kg - 661 kr.

1
DDS púðursykur

DDS púðursykur

500 gr. - 436 kr. / kg - 218 kr.

2
Góu bingó kúlur

Góu bingó kúlur

150 gr. - 1600 kr. / kg - 240 kr.

1
MS rjómi 500 ml

MS rjómi 500 ml

500 ml. - 1472 kr. / ltr - 736 kr.

1
Bláber 500g

Búið í bili

Bláber 500g

500 gr. - 2996 kr. / kg - 1.498 kr.

Vörur

()

0 kr.

Samtals:

1.855 kr.