fyrir
6
Eldunartími
70 mín.
Undirbúa
20 mín.
Samtals:
90 mín.
Innihald:
Marengs
4 eggjahvítur
250 g púðursykur
Sósa
200 g Bingókúlur
½ dl rjómi -
Fylling
300 g bláber
4 dl rjómi, þeyttur
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann
Marengs
Hitið ofninn í 150°C.
Þeytið eggjahvítur og púðursykur mjög vel saman þar til blandan er orðin stíf og sykurinn uppleystur.
Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
Teiknið tvo 20 cm hringi á pappírinn og skiptið deiginu á milli hringjanna.
Bakið í 50 mín.
Slökkvið á ofninum og látið botnana vera í ofninum á meðan hann kólnar.
Sósa
Setjið Bingókúlur og rjóma í pott og hitið við meðalhita þar til kúlurnar hafa bráðnað og sósan er orðin slétt.
Takið pottinn af hitanum og látið sósuna kólna dálítið.
Fylling
Takið nokkur bláber frá til skrauts og um 4 matskeiðar af rjómanum.
Blandið afganginum af bláberjunum saman við rjómann.
Setjið bláberjarjómann á annan marensbotninn.
Setjið síðan 3 matskeiðar af lakkríssósu á milli áður en hinn botninn er settur ofan á.
Setjið rjóma ofan á botninn og dreifið bláberjum og afganginum af lakkríssósunni yfir.
Nesbú Hamingjuegg
630 gr. - 661 kr. Stk.
DDS púðursykur
500 gr. - 218 kr. Stk.
Góu bingó kúlur
150 gr. - 240 kr. Stk.
MS rjómi 500 ml
500 ml. - 714 kr. Stk.
Bláber 500g
500 gr. - 1.498 kr. Stk.
Samtals: