Kóríander- og steinseljupestó

fyrir

4

Eldunartími

0 mín.

Undirbúa

20 mín.

Samtals:

20 mín.

Kóríander- og steinseljupestó

Innihald:

30 g kóríander

20 g steinselja

30 g klettasalat eða spínat

3 hvítlauksrif

40 g parmesanostur

safi úr hálfri límónu

dass af chiliflögum (má sleppa)

salt og pipar eftir smekk

ólífuolía eftir þörf

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Telma Geirsdóttir.

1

Byrjið á því að mauka allt grænt saman með smá olíu og límónusafanum þar til kryddjurtirnar eru vel saxaðar.

2

Bætið þá hvítlauk og osti við og kryddið eftir smekk.

3

Öllu er svo blandað saman með meiri olíu þar til maukið er orðið slétt.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima