Kjúklinga sleikjó í Hoisin

fyrir

4

Eldunartími

40 mín.

Undirbúa

15 mín.

Samtals:

55 mín.

Kjúklinga sleikjó í Hoisin

Innihald:

1 pakki Ódýrt Kjúklingaleggir

1 tsk. Hvítlauksduft

1 tsk. Paprikuduft

1 tsk. Þurrkað Koríander

1 tsk. Þurrkuð Steinselja

150 ml. Hoisin sósa

Salt, eftir smekk

2 msk. Sesamfræ

Krónu Hvítlaukssósa

Leiðbeiningar

Að hætti Víðis Hólm

1

Rennið beittum hníf hringinn í kringnum miðjan legginn inn að beini.

2

Skafið og ýtið kjötinu niður í kúlu. Togið, rífið og skerið auka skinn, brjósk og sinar af beininu þar til það er hreint. Gott að nota örk af eldhúspappír til að grípa um skinnið.

3

Endilega frystið það sem snyrt er af til að nota í kjúklingasoð síðar.

4

Kryddið leggina með salti og kryddum vandlega á öllum hliðum.

5

Raðið leggjunum á ofnplötu með bökunar pappír. Gott getur verið að halla þeim saman í tveim í pörum, skyldi þeir eiga erfitt með að standa sjálfir.

6

Setjið inn í 180°C blásturs ofn í 30-40 mínútur eða þar til leggirnir ná 80°C.

7

Takið leggina út og dýfið í hosin sósu og setjið aftur inn í 3-8 mínútur, en fylgist vel með því sykurinn í Hoisin getur brunnið hratt.

8

Takið út og stráið sesamfræjum yfir leggina.

9

Berið fram með ídýfu eins og t.d. Hvítlaukssósu Krónunnar

Vörur í uppskrift