Ítalskar kjötbollur

fyrir

4

Eldunartími

25 mín.

Undirbúa

10 mín.

Samtals:

35 mín.

Ítalskar kjötbollur

Innihald:

Kjötbollur

500 g nautahakk

50 g brauðraspur

1-2 stk hvítlauksrif, rifinn eða pressuð

20 g pecorino eða parmesan ostur

100 ml mjólk

1 egg

½ dl fersk steinselja, söxuð

Pipar, eftir smekk

Salt, eftir skekk

1-2 msk ólífuolía

Sósa

2 dósir hakkaðir tómatar

1/2 laukur, saxaður

2 tsk oreganó

1 tsk hvítlauksduft

1 tsk pipar

Salt, eftir smekk

Til að toppa

Fersk basilíka

Parmesan ostur

Leiðbeiningar

Að hætti Víðis Hólm

1

Setjið hakk, brauðrasp, mjólk, hvítlauk, pecorino ost, egg, steinselju, pipar og salt í stóra skál.

2

Blandið vel saman og hnoðið í litlar kjötbollur.

3

Saxið lauk og setjið til hliðar.

4

Hitið pönnu á miðlungshita og hellið ólífuolíu út á.

5

Brúnið kjötbollurnar að utan og setjið til hliðar.

6

Bætið lauk út á pönnuna og steikið þar til hann er mjúkur.

7

Bætið út í 2 dósum af tómötum og skafið upp allt brúnað bragð eða “fond” sem er á botni pönnunnar.

8

Kryddið sósuna með oreganó, hvítlauksdufti, pipar og salti.

9

Leyfði sósuna að malla í smá stund. Bætið svo kjötbollunum út í og látið malla á lágum til miðlungs hita í 10-20 mínútur eða þar til sósan er orðin þykk og bollurnar eru eldar í gegn.

10

Berið kjötbollurnar fram með rifnum parmesan osti og ferskri basilíku.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima

til að skoða vörur Snjallverslunar