Hunangs- og kókosbollur

fyrir

6

Uppáhalds

Eldunartími

13 mín.

Undirbúa

120 mín.

Samtals:

133 mín.

Hunangs- og kókosbollur

Innihald:

12 stk.

60 g smjör

190 ml nýmjólk

1 1⁄2 msk. sykur

1⁄2 poki þurrger

420 g hveiti

1 tsk. salt

150 g kotasæla

1 pískað egg

olía

kókosmjöl

1 msk. hunang

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Stefanía Knúts.

1

Stillið ofninn á 200°C.

2

Kveikið undir potti á miðlungshita og bræðið smjörið.

3

Blandið þá mjólkinni saman við og lækkið hitann.

4

Þegar örlítill hiti er kominn í blönduna þá færið þið hana yfir í skál og bætið sykri og þurrgeri saman við.

5

Hrærið létt og látið standa þar til hún byrjar að freyða.

6

Á meðan setjið þið hveiti og salt í hrærivél með krók og hrærið í tvær mínútur.

7

Bætið þá við kotasælunni og hrærið áfram þar til deigkúla myndast á krókinn.

8

Smyrjið næst stóra skál með matarolíu, setjið deigið ofan í og veltið upp úr olíunni.

9

Eðlilegt er að deigið sé nokkuð klístrað.

10

Látið hefast í 45 mínútur og blandið þá saman við hunangið.

11

Gott er að hella því ofan á og þrýsta því inn í deigið með sleif svo að það skipti sér ekki.

12

Mótið þá bollur með því að rífa um lófastærð af deigi og rúlla saman í kúlu með höndunum.

13

Raðið á bökunarpappír og leyfið að hefast í 30 mínútur.

14

Penslið bollurnar með egginu og stráið kókosmjöli yfir og bakið í 13 mínútur.

15

Takið þá bollurnar út og dreifið hunangi yfir á meðan þær eru heitar.

Vörur í uppskrift
1
MS smjör 250gr

MS smjör 250gr

250 gr.  - 413 kr. Stk.

1
MS nýmjólk

MS nýmjólk

1 ltr.  - 209 kr. Stk.

1
First Price Sykur

First Price Sykur

1 kg.  - 210 kr. Stk.

1
Gestus þurrger

Gestus þurrger

1 stk.  - 50 kr. Stk.

1
Kornax hveiti

Kornax hveiti

2 kg.  - 360 kr. Stk.

1
MS kotasæla

MS kotasæla

200 gr.  - 338 kr. Stk.

1
Nesbú Hamingjuegg

Nesbú Hamingjuegg

630 gr.  - 661 kr. Stk.

1
ISIO4 matarolía

ISIO4 matarolía

1 ltr.  - 620 kr. Stk.

1
First Price kók ...

First Price kók ...

200 gr.  - 209 kr. Stk.

1
First Price hunang

First Price hunang

425 gr.  - 419 kr. Stk.

Líklega til heima
1
Maldon sjávarsalt

Maldon sjávarsalt

250 gr.  - 467 kr. Stk.

Vörur

()

Samtals:

3.489 kr.