Hummus

fyrir

4

Eldunartími

20 mín.

Undirbúa

10 mín.

Samtals:

30 mín.

Hummus

Innihald:

1 dós kjúklingabaunir

2 msk hnetusmjör

Safi úr hálfri sítrónu

1 tsk malað cumin

2 msk ólífuolía

1 rif hvítlaukur

Örlítið salt

Leiðbeiningar

Aðferð:

1

Skolið kjúklingabaunir vel og vandlega og þurrkið þar til auðvelt er að taka hýðið af.

2

Skerið endann af hvítlauksrifinu og setjið smá ólífuolíu yfir og bakið í 200 C heitum ofni í 15 mín.

3

Setjið öll hráefni í matvinnsluvél eða blandara og hrærið vel, bætið smá skvettu af vatni til að þynna.

4

Njótið með góðu kexi eða niðurskornu grænmeti, t.d. gúrkum, gulrótum eða blómkáli.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima