Haustsúpa með nýbökuðu brauði

fyrir

4

Uppáhalds

Eldunartími

30 mín.

Undirbúa

60 mín.

Samtals:

90 mín.

Haustsúpa með nýbökuðu brauði

Innihald:

Súpa

8-10 tómatar

400 g kirsuberjatómatar

1 chilli (með fræjum eða án)

2 laukar

1 hvítlaukur (heill)

2 stilkar sellerí

2 rauðar paprikur

400 ml soð (grænmetis eða nauta)

100 ml matreiðslurjómi (má sleppa)

Brauð

400 g hveiti

100 g heilhveiti

10 g salt

200 g mjólk

150 g vatn

1 pakki ger

Gúrkusalsa

1/2 gúrka smátt söxuð

1/2 rauðlaukur smátt saxaður

1 msk ólífuolía

1 1/2 tsk rauðvínsedik

1 tsk sykur

1/2 tsk salt

Dill (valkvætt)

Basilolía (fyrir smá stæla)

50 ml ólífuolía

15 basillauf

Leiðbeiningar

Brauðbollur

1

Gott er að byrja á brauðbollunum.

2

Hrærið þurrefnum saman í skál.

3

Hitið saman mjólk og vatn upp í 37° (fingurinn besta mælingin hér). Hellið geri saman við og hrærið. Látið þetta standa í u.þ.b 10 min.

4

Hrærið svo öllu saman í stórri skál.

5

Nú má annað hvort hnoða deigið í 10 mínútur í höndum eða hrærivél eða teygja á deiginu á 15 mínútna fresti (teygja fjóra enda af deiglu út og leggja yfir). Endurtaka þetta 3x.

6

Látið deigið hefast í 40-60 mínútur á borðinu undir blautu viskastykki (hér er góður tími til að byrja á súpunni).

7

Skiptið deiginu í 8 hluta og rúllið hverjum og einum upp í kúlu. Setjið í eldfast mót og látið hefast aftur í 30 –40 min.

8

Bakið brauðið við 180° í 20 min eða þar til það byrjar að brúnast að ofan.

Súpa

1

Súpan er einföld, skerið allt grænmetið gróflega og komið fyrir á bökunarpappír í ofnskúffu. Hellið smá ólífuolíu yfir og saltið létt.

2

Inn í ofn á 180°c í 20-25 min eða þegar það fer aðeins að brúnast.

3

Notið annaðhvort töfrasprota í potti eða matvinnsluvél.

4

Hellið soði saman við og notið það til þess að stýra þykktinni á súpunni.

5

Má setja smá matreiðslurjóma út í eftir smekk. Smakkið til með salti og pipar

Gúrkusalsa

1

Saxið gúrku og lauk smátt, blandið svo öllum innihaldsefnum saman í skál og hrærið. Gott og fallegt sem topping á súpuna

Basilolía

1

Dýfið basillaufum í sjóðandi vatn og setjið strax í klakabað.Svo á pappír og þerrið.

2

Setjið olíu og basillaufin saman í blandara og blandið vel

3

Hægt er að sía þetta í gegnum kaffifilter, viskastykki eða mjög fínt sigti.

1

Berið súpuna fram með gúrkusalsa, basilolíu, sýrðum rjóma og chilliflögum

Vörur í uppskrift
8
tómatar í lausu

tómatar í lausu

130 gr. - 462 kr. / kg - 60 kr.

1
Sólskins smátómatar

Sólskins smátómatar

200 gr. - 2495 kr. / kg - 499 kr.

1
Gestus rauður chili

Gestus rauður chili

70 gr. - 4500 kr. / kg - 315 kr.

3
Laukur

Laukur

ca. 167 gr. - 198 kr. / kg - 33 kr.

2
Grön Balance hv ...

Grön Balance hv ...

100 gr. - 3490 kr. / kg - 349 kr.

1
Sellerí

Sellerí

ca. 350 gr. - 479 kr. / kg - 168 kr.

2
paprika rauð

paprika rauð

210 gr. - 752 kr. / kg - 158 kr.

1
Wholesome pantr ...

Wholesome pantr ...

907 gr. - 506 kr. / kg - 459 kr.

1
Gestus þurrger

Gestus þurrger

1 stk. - 50 kr. / stk - 50 kr.

1
Sólskins agúrkur

Sólskins agúrkur

1 stk. - 259 kr. / stk - 259 kr.

1
Rauðlaukur

Rauðlaukur

ca. 160 gr. - 240 kr. / kg - 38 kr.

1
VAXA basilíka

VAXA basilíka

15 gr. - 26533 kr. / kg - 398 kr.

Líklega til heima
1
Kornax hveiti

Kornax hveiti

2 kg. - 180 kr. / kg - 360 kr.

1
Kornax heilhveiti

Kornax heilhveiti

2 kg. - 188 kr. / kg - 375 kr.

1
MS léttmjólk d- ...

MS léttmjólk d- ...

1 ltr. - 260 kr. / ltr - 260 kr.

1
Maldon sjávarsalt

Maldon sjávarsalt

250 gr. - 1868 kr. / kg - 467 kr.

1
Grön Balance ól ...

Grön Balance ól ...

500 ml. - 3198 kr. / ltr - 1.599 kr.

1
Gestus rauðvínsedik

Gestus rauðvínsedik

250 ml. - 1436 kr. / ltr - 359 kr.

1
First Price Sykur

First Price Sykur

1 kg. - 210 kr. / kg - 210 kr.

Mælum með
MS matreiðslurj ...

MS matreiðslurj ...

500 ml. - 1004 kr. / ltr - 502 kr.

VAXA dill

VAXA dill

15 gr. - 26533 kr. / kg - 398 kr.

Vörur

()

0 kr.

Samtals:

2.786 kr.