fyrir
5
Eldunartími
120 mín.
Undirbúa
15 mín.
Samtals:
135 mín.
Innihald:
1 stk miðlungsstór haus af rauðkáli
2-3 stk. græn epli
75-100 ml rauðvínsedik
1 stk appelsína, safi og börkur
2-4 msk hunang
1 msk púðursykur
2 stk kanil stangir
2 stk stjörnuanís
1 msk smjör
Salt eftir smekk
Leiðbeiningar
Að hætti Víðis Hólm
Fjarlægið kjarnann úr rauðkálinu og saxið nokkuð fínt.
Flysjið og skerið epli í teninga.
Í stórum potti á vægum hita, létt steikið kálið með smjöri þar til það byrjar að minnka. Saltið örlítið eftir smekk.
Bætið eplunum við, ásamt appelsínuberki og safa.
Bætið við rauðvínsediki, hunangi og púðursykri. Blandið vel.
Bætið við vatni eftir þörf til að þekja kálið létt, bætið líka við kanil stöngum og stjörnuanís.
Leyfið að malla á vægum hita í 1 til 2 klukkutíma. Fylgist með að allur vökvi gufi ekki upp.
Smakkið reglulega fyrir sætu eða sýru. Bætið við meiri hunangi og púðursykri ef það er of súrt en ediki ef það er of sætt.
Gott getur verið að sigta óþarfa vökva frá að eldun lokinni.
Einnig er gaman að bera kálið fram með kanil stöngum og stjörnuanís til skrauts.
rauðkál
980 gr. - 299 kr. / kg - 293 kr.
Epli Golden Del.
6 stk. - 90 kr. / stk - 539 kr.
Gestus rauðvínsedik
250 ml. - 1436 kr. / ltr - 359 kr.
Appelsínur
290 gr. - 366 kr. / kg - 106 kr.
Grön Balance hunang
425 gr. - 1409 kr. / kg - 599 kr.
Kötlu púðursykur
500 gr. - 544 kr. / kg - 272 kr.
Flóru kanilstangir
1 stk. - 248 kr. / stk - 248 kr.
Pottagaldrar st ...
1 stk. - 529 kr. / stk - 529 kr.
MS smjör 250gr
250 gr. - 1760 kr. / kg - 440 kr.