Hátíðar rauðkál

fyrir

5

Eldunartími

120 mín.

Undirbúa

15 mín.

Samtals:

135 mín.

Hátíðar rauðkál

Innihald:

1 stk miðlungsstór haus af rauðkáli

2-3 stk. græn epli

75-100 ml rauðvínsedik

1 stk appelsína, safi og börkur

2-4 msk hunang

1 msk púðursykur

2 stk kanil stangir

2 stk stjörnuanís

1 msk smjör

Salt eftir smekk

Leiðbeiningar

Að hætti Víðis Hólm

1

Fjarlægið kjarnann úr rauðkálinu og saxið nokkuð fínt.

2

Flysjið og skerið epli í teninga.

3

Í stórum potti á vægum hita, létt steikið kálið með smjöri þar til það byrjar að minnka. Saltið örlítið eftir smekk.

4

Bætið eplunum við, ásamt appelsínuberki og safa.

5

Bætið við rauðvínsediki, hunangi og púðursykri. Blandið vel.

6

Bætið við vatni eftir þörf til að þekja kálið létt, bætið líka við kanil stöngum og stjörnuanís.

7

Leyfið að malla á vægum hita í 1 til 2 klukkutíma. Fylgist með að allur vökvi gufi ekki upp.

8

Smakkið reglulega fyrir sætu eða sýru. Bætið við meiri hunangi og púðursykri ef það er of súrt en ediki ef það er of sætt.

9

Gott getur verið að sigta óþarfa vökva frá að eldun lokinni.

10

Einnig er gaman að bera kálið fram með kanil stöngum og stjörnuanís til skrauts.

Vörur í uppskrift