Gulróta- og tómatsúpa

fyrir

4

Eldunartími

25 mín.

Undirbúa

5 mín.

Samtals:

30 mín.

Gulróta- og tómatsúpa

Innihald:

1 stk laukur

3 stk hvítlauksrif

1 Pakki af tómötum

10 stk gulrætur

1 Dós kókosmjólk

1 Dós hakkaðir tómatar

Leiðbeiningar

Aðferð

1

Laukur og hvítlauksrif skorin smátt niður og steikt upp úr olíu.

2

Bætið smátt skornum gulrótum og tómötum ofan í og kryddið með salt og pipar.

3

Hellið vatni þannig það rétt fljóti yfir og látið sjóða á lágum hita í 20 mín eða þar til gulrætur eru orðnar mjúkar í gegn.

4

Maukið með töfrasprota. Bætið við hökkuðum tómötum og kókosmjólk. Smakkið til og bætið við kryddi ef þarf.

5

Pssst ... það má bæta við ferskum chili fyrir þá sem þora.

6

Berið fram með brauði og hummus.

Vörur í uppskrift

til að skoða vörur Snjallverslunar