Grillspjót með chimichurri & ferskur maís frá Hildi Rut

fyrir

4

Uppáhalds

Eldunartími

20 mín.

Undirbúa

60 mín.

Samtals:

80 mín.

Grillspjót með chimichurri & ferskur maís frá Hildi Rut

Innihald:

400-500 g Nauta innlæri eða annað nautakjöt

1 stk. Rauðlaukur, skorinn í bita

7-10 stk. Sveppir

1 pk. Smælki með timian

Chimichurri sósa:

½ stk. Rauðlaukur, smátt skorinn

1 stk. Rauður chili, smátt skorið

4 stk. Hvítlauksrif, rifin eða pressuð

1 tsk. Salt

80 ml Hvítvínsedik

½ dl Steinselja, smátt skorin

1 dl Kóríander, smátt skorið

2 tsk. Þurrkað oregano

1 dl Ólífuolía

Maískólfar:

3 stk. Maískólfar

Smjör

Rifinn parmesan ostur

Cayenne pipar

Leiðbeiningar

Aðferð

1

Byrjið á því að útbúa Chimichurri sósuna. Skerið smátt rauðlauk, steinselju og kóríander. Fræhreinsið chili og skerið smátt. Skerið allt extra smátt.

2

Blandið saman rauðlauk, chili, hvítlauksrifi, hvítvínsediki og salti í skál. Leyfið að standa í 10 mínútur.

3

Hrærið steinselju, kóríander, oregano og ólífuolíu saman við.

4

Skerið nautakjötið í bita og blandið saman við 4 msk af chimichurri sósunni. Leyfið því að standa í klst eða meira.

5

Þræðið kjöt, rauðlauk, sveppi og smælki til skiptis á grillpinna.

6

Grillið pinnana í 4-5 mínútur á hverri hlið eða þar til kjötið er eldað eftir smekk.

7

Berið fram með restinni af chimichurri sósunni og grilluðum maískólfum.

Maískólfar með parmesan

1

Leggið maískólfana í kalt vatni í 20 mínútur og þerrið.

2

Losið hýðið utan af kólfinum en passið að slíta það ekki af stilkinum. Losið alla þræðina utan af maísnum. Lokið maísnum aftur með blöðunum og bindið fyrir endana með maísblaði.

3

Grillið maískólfana á meðalheitu grilli í 15-20 mínútur.

4

Smyrjið kólfana með smjöri og veltið þeim upp úr rifnum parmesan osti. Kryddið með cayenne pipar eftir smekk.

Vörur í uppskrift
1
Kjötborð Ungnau ...

Kjötborð Ungnau ...

ca. 800 gr. - 7.799 kr. / kg. - 6.239 kr. Stk.

2
Rauðlaukur

Rauðlaukur

ca. 160 gr. - 240 kr. / kg. - 38 kr. Stk.

1
BelOrta sveppir ...

BelOrta sveppir ...

250 gr.  - 469 kr. Stk.

1
Þykkvabæjar gul ...

Þykkvabæjar gul ...

1 kg.  - 598 kr. Stk.

1
Grön Balance ra ...

Grön Balance ra ...

70 gr.  - 369 kr. Stk.

1
Grön Balance hv ...

Grön Balance hv ...

100 gr.  - 349 kr. Stk.

1
Gestus hvítvínsedik

Gestus hvítvínsedik

250 ml.  - 359 kr. Stk.

1
Steinselja fersk

Steinselja fersk

1 stk.  - 399 kr. Stk.

1
Kóríander ferskur

Kóríander ferskur

1 stk.  - 368 kr. Stk.

1
Greens hálfir m ...

Greens hálfir m ...

1000 gr.  - 1.199 kr. Stk.

1
Ambrosi Julienn ...

Ambrosi Julienn ...

85 gr.  - 599 kr. Stk.

1
Prima cayennepipar

Prima cayennepipar

35 gr.  - 375 kr. Stk.

Líklega til heima
1
Saltverk flögusalt

Saltverk flögusalt

250 gr.  - 398 kr. Stk.

1
Olifa oreganó

Olifa oreganó

13 gr.  - 499 kr. Stk.

1
Grön Balance ól ...

Grön Balance ól ...

500 ml.  - 1.599 kr. Stk.

1
MS smjör 250gr

MS smjör 250gr

250 gr.  - 413 kr. Stk.

Vörur

()

Samtals:

11.361 kr.