
fyrir
4
Eldunartími
20 mín.
Undirbúa
60 mín.
Samtals:
80 mín.
Innihald:
400-500 g Nauta innlæri eða annað nautakjöt
1 stk. Rauðlaukur, skorinn í bita
7-10 stk. Sveppir
1 pk. Smælki með timian
Chimichurri sósa:
½ stk. Rauðlaukur, smátt skorinn
1 stk. Rauður chili, smátt skorið
4 stk. Hvítlauksrif, rifin eða pressuð
1 tsk. Salt
80 ml Hvítvínsedik
½ dl Steinselja, smátt skorin
1 dl Kóríander, smátt skorið
2 tsk. Þurrkað oregano
1 dl Ólífuolía
Maískólfar:
3 stk. Maískólfar
Smjör
Rifinn parmesan ostur
Cayenne pipar
Leiðbeiningar
Aðferð
Byrjið á því að útbúa Chimichurri sósuna. Skerið smátt rauðlauk, steinselju og kóríander. Fræhreinsið chili og skerið smátt. Skerið allt extra smátt.
Blandið saman rauðlauk, chili, hvítlauksrifi, hvítvínsediki og salti í skál. Leyfið að standa í 10 mínútur.
Hrærið steinselju, kóríander, oregano og ólífuolíu saman við.
Skerið nautakjötið í bita og blandið saman við 4 msk af chimichurri sósunni. Leyfið því að standa í klst eða meira.
Þræðið kjöt, rauðlauk, sveppi og smælki til skiptis á grillpinna.
Grillið pinnana í 4-5 mínútur á hverri hlið eða þar til kjötið er eldað eftir smekk.
Berið fram með restinni af chimichurri sósunni og grilluðum maískólfum.
Maískólfar með parmesan
Leggið maískólfana í kalt vatni í 20 mínútur og þerrið.
Losið hýðið utan af kólfinum en passið að slíta það ekki af stilkinum. Losið alla þræðina utan af maísnum. Lokið maísnum aftur með blöðunum og bindið fyrir endana með maísblaði.
Grillið maískólfana á meðalheitu grilli í 15-20 mínútur.
Smyrjið kólfana með smjöri og veltið þeim upp úr rifnum parmesan osti. Kryddið með cayenne pipar eftir smekk.

Kjötborð Ungnau ...
ca. 800 gr. - 7799 kr. / kg - 6.239 kr. stk.

Rauðlaukur
ca. 160 gr. - 219 kr. / kg - 35 kr. stk.

Belorta Sveppir ...
250 gr. - 1992 kr. / kg - 498 kr. stk.

Þykkvabæjar Gul ...
1 kg. - 548 kr. / kg - 548 kr. stk.

Grön Balance Ra ...
70 gr. - 5114 kr. / kg - 358 kr. stk.

Grön Balance Hv ...
100 gr. - 3490 kr. / kg - 349 kr. stk.

Gestus Hvítvínsedik
250 ml. - 1436 kr. / ltr - 359 kr. stk.

Steinselja Fersk
1 stk. - 399 kr. / stk - 399 kr. stk.

Kóríander Ferskur
1 stk. - 368 kr. / stk - 368 kr. stk.

Greens Hálfir m ...
1000 gr. - 1199 kr. / kg - 1.199 kr. stk.

Ambrosi Julienn ...
85 gr. - 7047 kr. / kg - 599 kr. stk.

Prima Cayennepipar
35 gr. - 10714 kr. / kg - 375 kr. stk.

Saltverk Flögusalt
250 gr. - 1720 kr. / kg - 430 kr. stk.

Olifa Oreganó
13 gr. - 38385 kr. / kg - 499 kr. stk.

Grön Balance Ól ...
500 ml. - 3198 kr. / ltr - 1.599 kr. stk.

Ms Smjör 250gr
250 gr. - 1776 kr. / kg - 444 kr. stk.
til að skoða vörur Snjallverslunar