Grillpinnar með tófú frá Veganistum

fyrir

4

Eldunartími

0 mín.

Undirbúa

10 mín.

Samtals:

10 mín.

Grillpinnar með tófú frá Veganistum

Innihald:

Marinering

¾ dl Ólífuolía

¾ dl Sítrónusafi

Börkur af sítrónu

1 msk. Oregano

1 msk. Grænmetiskrydd

12 msk. Ferskt timían

1 tsk. Paprikuduft

1 tsk. Laukduft

½ tsk. Chilli duft

1 msk. Sesamfræ

Spjót

½ Rauð paprika

½ Orange paprika

1 Rauðlaukur

1 pk. Kastaníusveppir

1 pk. Tófu

Köld piparsósa

1 dl Oatly sýrður rjómi

1 dl Vegan majónes

2 tsk. Grófmalaður svartur pipar

½ tsk. Laukduft

½ tsk. Salt

1 tsk. Sítrónusafi

Leiðbeiningar

Aðferð

1

Blandið öllum hráefnunum fyrir mareneringuna í stóra skál eða stórt box.

erið grænmeti og tófúið í mjög grófa bita, bitarnir eiga að vera frekar stórir svo þeir tolli vel á grillpinnunum.

2

Setjið grænmetið og tófúið út í mareneringuna og veltið því vel um þar til allir bitar er vel þakknir af kryddolíunni.

3

Leyfið þessu að liggja í mareneringunni í að minnsta kosti 30 mínútur en því meiri tíma sem þetta fær því betra.

4

Byrjið að huga að meðlætinu en ég var með grillaðar kartöflur, aspas, blandað ferskt salat og kalda sósu með. Uppskrift af sósunni er hér fyrir neðan.

5

Takið um 10 grillpinna og leyfið þeim að liggja í vatni í 10 til 15 mínútur. Takið pinnana úr vatninu og þræðið grænmeti og tófú á pinnan í þeirri röð sem þið viljið.

6

Grillið í nokkrar mínútur á hverri hlið en við mælum með að hafa grill álbakka undir svo maturinn brenni ekki of mikið að utan.

Vörur í uppskrift

til að skoða vörur Snjallverslunar