fyrir
4
Undirbúa
10 mín.
Eldunartími
0 mín.
Samtals:
10 mín.
Innihald:
Marinering
¾ dl Ólífuolía
¾ dl Sítrónusafi
Börkur af sítrónu
1 msk. Oregano
1 msk. Grænmetiskrydd
12 msk. Ferskt timían
1 tsk. Paprikuduft
1 tsk. Laukduft
½ tsk. Chilli duft
1 msk. Sesamfræ
Spjót
½ Rauð paprika
½ Orange paprika
1 Rauðlaukur
1 pk. Kastaníusveppir
1 pk. Tófu
Köld piparsósa
1 dl Oatly sýrður rjómi
1 dl Vegan majónes
2 tsk. Grófmalaður svartur pipar
½ tsk. Laukduft
½ tsk. Salt
1 tsk. Sítrónusafi
Leiðbeiningar
Aðferð
Blandið öllum hráefnunum fyrir mareneringuna í stóra skál eða stórt box.
erið grænmeti og tófúið í mjög grófa bita, bitarnir eiga að vera frekar stórir svo þeir tolli vel á grillpinnunum.
Setjið grænmetið og tófúið út í mareneringuna og veltið því vel um þar til allir bitar er vel þakknir af kryddolíunni.
Leyfið þessu að liggja í mareneringunni í að minnsta kosti 30 mínútur en því meiri tíma sem þetta fær því betra.
Byrjið að huga að meðlætinu en ég var með grillaðar kartöflur, aspas, blandað ferskt salat og kalda sósu með. Uppskrift af sósunni er hér fyrir neðan.
Takið um 10 grillpinna og leyfið þeim að liggja í vatni í 10 til 15 mínútur. Takið pinnana úr vatninu og þræðið grænmeti og tófú á pinnan í þeirri röð sem þið viljið.
Grillið í nokkrar mínútur á hverri hlið en við mælum með að hafa grill álbakka undir svo maturinn brenni ekki of mikið að utan.
Sítrónur
150 gr. - 573 kr. / kg - 86 kr. stk.
Kryddhúsið Græn ...
30 gr. - 14967 kr. / kg - 449 kr. stk.
Prima Timían
20 gr. - 15950 kr. / kg - 319 kr. stk.
Paprika Rauð
210 gr. - 738 kr. / kg - 155 kr. stk.
Paprika Græn
205 gr. - 620 kr. / kg - 127 kr. stk.
Flúða Kastaníus ...
150 gr. - 2987 kr. / kg - 448 kr. stk.
Firm Tofu
400 gr. - 950 kr. / kg - 380 kr. stk.
Oatly Sýrður Rjómi
200 ml. - 2145 kr. / ltr - 429 kr. stk.
Ódýrt Vegan Majones
270 ml. - 1167 kr. / ltr - 315 kr. stk.
Til að skoða vörur í Snjallverslun