Graskerspottréttur með smjörbaunum

fyrir

6

Eldunartími

80 mín.

Undirbúa

30 mín.

Samtals:

110 mín.

Graskerspottréttur með smjörbaunum

Innihald:

2 laukar, skornir í þunnar sneiðar

800 g grasker

2-3 msk. ólífuolía

1 tsk. kóríander, þurrkaður

1 tsk. kummin

1 tsk. paprikuduft

½ tsk. cayenne-pipar

1 msk. tómatpúrra

250 g tómatar, skornir í miðlungsstóra bita

500 ml grænmetissoð

800 g smjörbaunir í dós

1-2 tsk. sjávarsalt

1-1 ½ tsk. nýmalaður svartur pipar

30 g möndluflögur, til að bera fram

hnefafylli steinselja, flöt, skorin gróflega, til að bera fram

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann.

1

Afhýðið graskerið og skerið í 2 cm bita, setjið til hliðar.

2

Hitið 2 msk. af olíu á stórri þykkbotna pönnu eða potti og hafið á miðlungsháum hita.

3

Steikið lauk í 10 mín. eða þar til hann er byrjaður að brúnast vel.

4

Bætið kóríander, kummin, papriku, cayenne­ pipar og kanilstöng saman við.

5

Bætið síðan graskeri saman við og eldið saman í 5 mín.

6

Hrærið því næst tómatpúrru og tómata saman við.

7

Hellið grænmetissoði saman við og komið upp að suðu.

8

Hrærið reglulega í. Lækkið undir þegar suðan er komin upp og látið malla við vægan hita með loki í 20 mín.

9

Sigtið vökvann frá smjörbaununum og skolið örlítið.

10

Bætið smjörbaununum saman við og eldið saman í 20 mín. eða þar til graskerið er eldað í gegn og sósan hefur þykknað.

11

Bragðbætið með salti og pipar og berið fram með möndluflögum og steinselju.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima