Grænmetissúpa með túrmeriki

fyrir

4

Eldunartími

45 mín.

Undirbúa

20 mín.

Samtals:

65 mín.

Grænmetissúpa með túrmeriki

Innihald:

1-2 msk. hágæða lífræn ólífuolía

1 púrrulaukur, skorinn þunnt

2 hvítlauksgeirar, skornir smátt

2 msk. Herbs de Provence

1 tsk. túrmerik

1,5 l vatn

1 grænmetisteningur

1 dós lífrænir tómatar

2 stilkar sellerí, skornir þunnt

2 stórar gulrætur, skornar þunnt

300 g íslenskt hvítkál, skorið niður

100 g belgbaunir, skornar smátt

250 g íslenskar kartöflur, skornar í teninga

250 g íslenskar rófur, skornar í teninga

1 sítróna, kreist

salt og pipar, eftir smekk

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Arna Engilbertsdóttir - www.fræ.com.

1

Byrjið á því að steikja púrrulauk upp úr ólífuolíu ásamt hvítlauknum þar til mjúkt og ilmandi.

2

Bætið þá öllu grænmetinu út í, vatni, grænmetisteningi, kryddum og sítrónu.

3

Saltið og piprið eftir smekk.

4

Fáið upp væga suðu og látið súpuna malla í 30 mínútur.

5

Berið súpuna fram heita og toppið til dæmis með ferskum kryddjurtum og chili.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima