fyrir
3
Eldunartími
0 mín.
Undirbúa
10 mín.
Samtals:
10 mín.
Græna þruman
Innihald:
4 stk. lítil græn epli, afhýdd
200 g spínat
engifer, eftir smekk, afhýtt
safi af 1 sítrónu
safi af 1⁄2 límónu
klakar
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Maríanna Björk.
1
Setjið nánast öll hráefnin í blandara eða djúsvél og smakkið til áður en öllu er bætt út í svo hægt sé að aðlaga styrkleika eftir ykkar smekk þá sérstaklega af engifer og sítrus.
2
Önnur hráefni sem mætti bæta út í eru hálf gúrka og sellerí eftir smekk, ef vill.
3
Ef blandari er notaður þá má nota viskastykki til þess að sía drykkinn og fá þannig út hreinan grænan safa.
Vörur í uppskrift