
fyrir
4
Eldunartími
10 mín.
Undirbúa
5 mín.
Samtals:
15 mín.
Innihald:
1 pk Rummo Gnocchi
1 krukka Rummo Pesto
1 stk burrata ostur
2-4 hvítlauksrif, söxuð
1-2 dl fersk basilíka, söxuð
2-4 msk jómfrúar ólífuolía
50 g parmesan ostur, rifinn
Salt, eftir smekk
Leiðbeiningar
Saxið hvítlauk og ferska basilíku.
Hellið ólífuolíu á pönnu, steikið hvítlaukinn við vægan hita þar til hann er mjúkur.
Bætið við krukku af Rummo Pesto og blandið.
Gott að setja smá vatn í krukkuna, lokið á og hrista til því sem er eftir á botinum úr henni. Auka vatnið mun gufa upp við eldun.
Rífið parmesan ost út í sósuna.
Bætið í sósuna basilíku og blandið vel.
Hitið stóran pott af vatni að suðu og saltið vatnið vel.
Sjóðið Rummo Gnocchi í 2 mínútur eða þangað til að það byrjar að fljóta.
Bætið því út í sósuna og blandið vel.
Gott er að bæta smá af soðinu með eftir smekk, til að þykkja sósuna.
Toppið með burrata osti, skerið í ostinn, skreytið með basil laufi og berið fram.

Rummo Gnocchi
500 gr. - 992 kr. / kg - 496 kr. stk.

Rummo Pestó Genovese
190 gr. - 2626 kr. / kg - 499 kr. stk.

Ks Burrata Mozz ...
120 gr. - 6967 kr. / kg - 836 kr. stk.

Grön Balance Hv ...
100 gr. - 3490 kr. / kg - 349 kr. stk.

Vaxa Basilíka
15 gr. - 26533 kr. / kg - 398 kr. stk.

Olifa Parmigian ...
300 gr. - 8163 kr. / kg - 2.449 kr. stk.
til að skoða vörur Snjallverslunar