Steikt gnocchi með kapers, sítrónu og hvítlauk

fyrir

4

Eldunartími

5 mín.

Undirbúa

5 mín.

Samtals:

10 mín.

Steikt gnocchi með kapers, sítrónu og hvítlauk

Innihald:

2 msk. kapers

4 ansjósur

1 hvítlauksgeiri

1 sítróna, safi nýkreistur

30 g steinselja

30 g basilíka

500 g gnocchi, t.d. fyllt gnocchi frá Rana

2 tsk. sítrónubörkur, rifinn fínt

smá svartur pipar

u.þ.b. ½ tsk. sjávarsalt

6 msk. ólífuolía

hvítlauksbrauð, til að bera fram með ef vill

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann

1

Setjið kapers, ansjósur, hvítlauk, sítrónusafa, steinselju, basilíku og 4 msk. af ólífuolíu í litla matvinnsluvél.

2

Maukið saman þar til allt hefur samlagast vel, bragðbætið með salti og pipar.

3

Hitið 1 msk. af ólífuolíu á pönnu og hafið á miðlungsháum hita.

4

Steikið gnocchi-koddana í u.þ.b. 5 mín. eða þar til þeir eru stökkir og eldaðir í gegn.

5

Hrærið sósunni saman við, setjið yfir í skálar eða diska og rífið sítrónubörk yfir.

6

Berið fram með góðu hvítlauksbrauði og parmesanosti ef vill.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima

til að skoða vörur Snjallverslunar