fyrir
6
Eldunartími
120 mín.
Undirbúa
60 mín.
Samtals:
180 mín.
Innihald:
1 kg kalkúnabringa
Kalkúnafylling
3 sellerístilkar, smátt skornir
3 laukar, smátt skornir
500 g af brauðteningnum -
50 g smjör
500 ml kjúklingasoð -
fersk steinselja, smátt skorin
salt og pipar, eftir smekk
Hlynsíróps- og viskígljái
1⁄2 bolli viskí
1⁄2 bolli hlynsíróp
1⁄4 bolli sojasósa
safi úr hálfri appelsínu
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Kolfinna Kristínardóttir
Kalkúnabringa
Byrjið á því að skera kalkúnabringuna þannig að hægt sé að fletja hana út og berjið með kjöthamri (kallast „butterfly“aðferð).
Setjið kalkúnafyllinguna langsum inn í miðja bringuna og rúllið bringunni upp með matarsnæri.
Vefjið álpappír þétt utan um bringuna og eldið á 160 gráðum í eina og hálfa klukkustund fyrir sirka 1 kg af bringu.
Leyfið bringunni að hvíla vel áður en hún er tekin úr álpappírnum og matarsnærið klippt af.
Penslið bringuna með gljáanum og grillið í ofni þar til hún brúnast.
Kalkúnafylling
Steikið laukinn og selleríið upp úr smjöri þar til mjúkt og vel brúnað.
Setjið brauðteninga í skál og hellið kjúklingasoðinu yfir ásamt steinselju, lauk og selleríi.
Saltið og piprið eftir þörfum.
Leyfið brauðteningunum að mýkjast vel áður en fyllingin er sett inn í bringuna.
Hlynsíróps- og viskígljái
Sellerí
ca. 350 gr. - 479 kr. / kg - 168 kr.
Laukur
ca. 167 gr. - 168 kr. / kg - 28 kr.
MS smjör 250gr
250 gr. - 1760 kr. / kg - 440 kr.
Steinselja fersk
1 stk. - 370 kr. / stk - 370 kr.
Grön Balance hl ...
250 ml. - 3396 kr. / ltr - 849 kr.
Kikkoman sojasósa
150 ml. - 3047 kr. / ltr - 457 kr.
Appelsínur
200 gr. - 475 kr. / kg - 95 kr.
Ísfugl Kalkúnab ...
ca. 1400 gr. - 4798 kr. / kg - 6.717 kr.
Chatham Village ...
142 gr. - 4218 kr. / kg - 599 kr.