Hinar fullkomnu vatnsdeigsbollur

fyrir

4

Uppáhalds

Eldunartími

30 mín.

Undirbúa

60 mín.

Samtals:

90 mín.

Hinar fullkomnu vatnsdeigsbollur

Innihald:

200 ml vatn

100 gr smjör

110 gr hveiti

2 ,5-3 egg

Leiðbeiningar

1

Sjóðið vatn og smjör saman í potti þar til smjörið er allt bráðnað.

2

Hellið þá hveitinu út í pottinn, slökkvið undir og hrærið vel þar til innihaldsefnin mynda saman kekklausa bollu.

3

Næst er mikilvægt að deigið fái að kólna vel svo eggin (sem fara út í næst) eldist ekki. Það má t.d. setja deigið út í glugga, hræra í hrærivél eða einfaldlega bara láta það standa.

4

Þegar deigið er orðið kalt er komið að því að hræra það í hrærivélinni og brjóta eitt egg í einu út í deigið.

5

Byrjaðu á tveimur eggjum en brjóttu þriðja í skál/bolla og helltu varlega út í.

6

Deigið á að vera nokkuð blautt en ekki þannig að það leki og myndi þá ekki nokkuð stöðugt form á bökunarplötunni. Stundum þýðir það 2,5 egg og stundum þrjú.

7

Notaðu skeiðar eða sprautupoka til þess að mynda bollurnar. Gott er að miða við að þær séu um það bil á stærð við kókoskúlu. Þá borðast þær í um það bil þremur bitum.

8

Bakið við 200°C og blástur í um 25 mínútur. Ekki skal opna ofninn fyrstu 20 mínúturnar svo þær falli ekki saman. Láttu bollurnar standa í nokkrar mínútur eftir að þær eru teknar út, helst á plötunni sjálfri.

9

Fyllingin fer svo eftir smekk en gott getur verið að hugsa þetta sem einskonar bragðaref. Ávextir, nammi og allt þar á milli fer einstaklega vel með rjómanum. Verði ykkur að góðu!

Vörur í uppskrift
1
MS smjör 250gr

MS smjör 250gr

250 gr.  - 416 kr. Stk.

1
Kornax hveiti

Kornax hveiti

2 kg.  - 390 kr. Stk.

1
Stjörnuegg stór ...

Búið í bili

Stjörnuegg stór ...

405 gr.  - 465 kr. Stk.

Vörur

()

Samtals:

806 kr.
Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur