
fyrir
4
Eldunartími
30 mín.
Undirbúa
70 mín.
Samtals:
100 mín.
Innihald:
350 g kartöflur
800 g hveiti
1 msk. salt
50 g ger
1 msk. sykur
4–5 msk. ólífuolía
600 ml volgt vatn
250 g piccolotómatar
1 msk. sjávarsalt
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Jóhanna Hlíf.
Sjóðið kartöflurnar og afhýðið.
Stappið þær í mauk og látið kólna.
Blandið saman geri og volgu vatni og látið bíða í stutta stund.
Bætið þá út í hveiti, salti, sykri, ólífuolíu og kartöflunum þegar þær hafa kólnað.
Hnoðið saman í 5 mínútur. Deigið á að vera mjög blautt.
Setjið deigið í bökunarform og látið hefast á heitum stað undir blautu viskastykki í 30 mínútur.
Hitið ofninn í 200°C með blæstri.
Stráið sjávarsalti yfir deigið og raðið tómötum ofan á.
Að lokum er ólífuolía sett yfir og þetta svo bakað í miðjum ofni í um 30 mínútur eða þar til brauðið er gyllt að lit.

Þykkvabæjar Gul ...
1 kg. - 548 kr. / kg - 548 kr. stk.

Kornax Hveiti
2 kg. - 183 kr. / kg - 366 kr. stk.

Gestus Þurrger
1 stk. - 50 kr. / stk - 50 kr. stk.

First Price Sykur
1 kg. - 193 kr. / kg - 193 kr. stk.

Sfg Tómatar Pic ...
180 gr. - 3478 kr. / kg - 626 kr. stk.

Maldon Sjávarsalt
250 gr. - 1868 kr. / kg - 467 kr. stk.

Maldon Sjávarsalt
250 gr. - 1868 kr. / kg - 467 kr. stk.

Grön Balance Ól ...
500 ml. - 3198 kr. / ltr - 1.599 kr. stk.
til að skoða vörur Snjallverslunar