
fyrir
6
Eldunartími
30 mín.
Undirbúa
60 mín.
Samtals:
90 mín.
Innihald:
Fyrir 6 kökur
140 g döðlur, steinarnir teknir úr
180 ml lífræn jurtamjólk
120 ml lífræn kókosolía, brædd
75 g lífrænt hveiti
25 g lífrænt möndlumjöl
1⁄2 tsk. lífrænir vanilludropar
1⁄2 tsk. vínsteinslyftiduft
1 tsk. matarsódi
1⁄2 tsk. kanill
1⁄4 tsk. múskat
1⁄2 tsk. engifer
1⁄2 tsk. salt
Karamellusósa
100 g lífrænn brúnn sykur
120 ml lífrænn kókosrjómi úr dós
1⁄4 tsk. salt
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann. Umsjón/Arna Engilsbertsdóttir. Myndir/Gunnar Bjarki.
Uppskrift f. 6 kökur
Byrjið á því að hita jurtamjólkina í potti án þess að hún sjóði.
Takið steinana úr döðlunum og hellið heitri mjólkinni yfir þær ásamt baking soda.
Setjið til hliðar í 30 mínútur.
Hitið ofninn í 180°C.
Smyrjið kökuformin með kókosolíu og stráið örlitlu hveiti með svo kökurnar festist ekki í formunum.
Setjið döðlublönduna í matvinnsluvél ásamt kókosolíu og vanilludropum.
Blandið þar til áferðin er þykk og kekkjalaus.
Blandið þurru hráefnunum vel saman og hellið svo út í matvinnsluvélina.
Hellið deiginu í formin og bakið í 15-20 mínútur.
Leyfið kökunum að kólna í 10 mínútur áður en þær eru losaðar úr formunum.
Karamellusósa
Búið til karamellusósuna með því að bræða öll hráefnin saman í potti á lágum hita.
Hrærið vel í nokkrar mínútur þar til áferðin er orðin þykk og glansandi.

Krónu döðlur ferskar
600 gr. - 997 kr. / kg - 598 kr. stk.

Grön Balance Ha ...
1 ltr. - 299 kr. / ltr - 299 kr. stk.

MUNA lyktarlaus ...
500 ml. - 2290 kr. / ltr - 1.145 kr. stk.

Grön Balance hveiti
1 kg. - 259 kr. / kg - 259 kr. stk.

Gestus möndlumjöl
200 gr. - 2495 kr. / kg - 499 kr. stk.

Kötlu vanilludropar
1 stk. - 187 kr. / stk - 187 kr. stk.

Tam vínsteinsly ...
115 gr. - 4174 kr. / kg - 480 kr. stk.

Flóru matarsódi
150 gr. - 1320 kr. / kg - 198 kr. stk.

Flóru kanill
70 gr. - 4114 kr. / kg - 288 kr. stk.

Prima múskat
40 gr. - 10475 kr. / kg - 419 kr. stk.

Prima engifer malað
25 gr. - 9600 kr. / kg - 240 kr. stk.

H-berg kókos pá ...
300 gr. - 1163 kr. / kg - 349 kr. stk.

Isola kókosrjómi
200 ml. - 1890 kr. / ltr - 378 kr. stk.