Litlar döðlukökur með karamellusósu

fyrir

6

Eldunartími

30 mín.

Undirbúa

60 mín.

Samtals:

90 mín.

Litlar döðlukökur með karamellusósu

Innihald:

Fyrir 6 kökur

140 g döðlur, steinarnir teknir úr

180 ml lífræn jurtamjólk

120 ml lífræn kókosolía, brædd

75 g lífrænt hveiti

25 g lífrænt möndlumjöl

1⁄2 tsk. lífrænir vanilludropar

1⁄2 tsk. vínsteinslyftiduft

1 tsk. matarsódi

1⁄2 tsk. kanill

1⁄4 tsk. múskat

1⁄2 tsk. engifer

1⁄2 tsk. salt

Karamellusósa

100 g lífrænn brúnn sykur

120 ml lífrænn kókosrjómi úr dós

1⁄4 tsk. salt

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann. Umsjón/Arna Engilsbertsdóttir. Myndir/Gunnar Bjarki.

**

Uppskrift f. 6 kökur

1

Byrjið á því að hita jurtamjólkina í potti án þess að hún sjóði.

2

Takið steinana úr döðlunum og hellið heitri mjólkinni yfir þær ásamt baking soda.

3

Setjið til hliðar í 30 mínútur.

4

Hitið ofninn í 180°C.

5

Smyrjið kökuformin með kókosolíu og stráið örlitlu hveiti með svo kökurnar festist ekki í formunum.

6

Setjið döðlublönduna í matvinnsluvél ásamt kókosolíu og vanilludropum.

7

Blandið þar til áferðin er þykk og kekkjalaus.

8

Blandið þurru hráefnunum vel saman og hellið svo út í matvinnsluvélina.

9

Hellið deiginu í formin og bakið í 15-­20 mínútur.

10

Leyfið kökunum að kólna í 10 mínútur áður en þær eru losaðar úr formunum.

Karamellusósa

1

Búið til karamellusósuna með því að bræða öll hráefnin saman í potti á lágum hita.

2

Hrærið vel í nokkrar mínútur þar til áferðin er orðin þykk og glansandi.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima