Cubano samloka

fyrir

4

Uppáhalds

Eldunartími

260 mín.

Undirbúa

30 mín.

Samtals:

290 mín.

Cubano samloka

Innihald:

Gómsætar Cuban samlokur að hætti Víðis Hólm

Tilvalið að nota afgangs kjöt í aðra máltíð

1 stk. Grísabógur ca. 4kg

1 stk. Súrdeigsbrauð fínt

1 stk. Emmental ostur

6 msk. Smjör

1 stk. Silkiskorin skinka

4 msk. Gult sinnep

4 stk. Súrar gúrkur, skornar í þunnar sneiðar

Salt

Marínerning:

Safinn úr 5 stk. Lime

150 ml appelsínusafi

125 g eða ca. 4 stk. af rifnum/söxuðum hvítlauk

2 msk. Oreganó, þurrkað

2 msk. Cumin

1 msk. Svartur pipar

Leiðbeiningar

Grísabógur

1

Skerið pöruna/skinnið af bógnum ásamt óæskilegri fitu. Hægt er að setja pöruna til hliðar, skera í sneiðar, salta vel og hægelda í ofni þar til hún verður stökk, til að fá æðislegt pörusnakk.

2

Skerið nokkrar rákir í bóginn svo maríneringin og saltið komist betur inn í þykka kjötstykkið.

3

Saltið bóginn vel.

4

Útbúið maríneringuna með því að blanda öllu saman í skál. Hellið svo yfir kjötið og nuddið vel.

5

Leyfið kjötinu að marínerast í lágmark 2 klukkutíma en helst yfir nótt.

6

Hitið ofninn í 130°C.

7

Setjið bóginn í eldfast mót, steikarpott eða ofnskúffu og inn í ofn.

8

Eldið bóginn í 4 til 5 klukkutíma eða þar til ysta lagið hefur náð góðum lit og kjarnahitinn er 75°C. Líka er gott að elda kjötið í 6 til 9 klukkutíma, þar til kjarnahitinn nær 90-95°C ef þú vilt “pulled pork”.

10

Takið kjötið út og leyfið að hvíla í 10 mínútur. Sneiðið í þunnar sneiðar og best er að skera þvert á vöðvaþræðina.

Samloka

1

Helmingið stórar sneiðar af súrdeigsbrauði og smyrjið báðar hliðar með sinnepi.

2

Næst er það lag af skinku, svo gott magn af grísabóg.

3

Að lokum eru það sneiðar af súrum gúrkum og osti.

4

Þá er hægt að loka samlokunni og smyrja topp hliðina með smjöri.

5

Leggið samlokuna með smurðu hliðinni niður í miðlungsheita pönnu. Pressið samlokuna með annarri þungri pönnu eða potti. (Einnig er hægt að nota stórt samlokugrill)

6

Takið “pressupönnuna” af og smyrjið hina hliðina með smjöri og snúið samlokunni.

7

Pressið svo vel og steikið þar samlokan er heit í gegn og osturinn er bráðinn.

8

Skerið samlokuna í tvennt og berið fram.

Vörur í uppskrift
1
Kjötborð Grísabógur

Kjötborð Grísabógur

ca. 4000 gr. - 1.099 kr. / kg. - 4.396 kr. Stk.

1
Gæðabakstur Súr ...

Gæðabakstur Súr ...

300 gr.  - 599 kr. Stk.

1
Gestus emmental ...

Gestus emmental ...

100 gr.  - 449 kr. Stk.

1
Stjörnugrís sil ...

Stjörnugrís sil ...

200 gr.  - 570 kr. Stk.

1
bowl & basket sinnep

Búið í bili

bowl & basket sinnep

227 gr.  - 299 kr. Stk.

1
First Price agú ...

First Price agú ...

680 gr.  - 319 kr. Stk.

5
Lime

Lime

75 gr.  - 56 kr. Stk.

1
Ódýrt appelsínu ...

Ódýrt appelsínu ...

1 ltr.  - 340 kr. Stk.

1
Hvítlaukur

Hvítlaukur

200 gr.  - 187 kr. Stk.

1
Prima oregano

Prima oregano

6 gr.  - 220 kr. Stk.

1
Prima cumin malað

Prima cumin malað

50 gr.  - 299 kr. Stk.

Líklega til heima
1
MS smjör í öskju

MS smjör í öskju

400 gr.  - 710 kr. Stk.

1
Prima svartur p ...

Prima svartur p ...

35 gr.  - 360 kr. Stk.

Vörur

()

Samtals:

7.435 kr.