
fyrir
4
Eldunartími
260 mín.
Undirbúa
30 mín.
Samtals:
290 mín.
Innihald:
Gómsætar Cuban samlokur að hætti Víðis Hólm
Tilvalið að nota afgangs kjöt í aðra máltíð
1 stk. Grísabógur ca. 4kg
1 stk. Súrdeigsbrauð fínt
1 stk. Emmental ostur
6 msk. Smjör
1 stk. Silkiskorin skinka
4 msk. Gult sinnep
4 stk. Súrar gúrkur, skornar í þunnar sneiðar
Salt
Marínerning:
Safinn úr 5 stk. Lime
150 ml appelsínusafi
125 g eða ca. 4 stk. af rifnum/söxuðum hvítlauk
2 msk. Oreganó, þurrkað
2 msk. Cumin
1 msk. Svartur pipar
Leiðbeiningar
Grísabógur
Skerið pöruna/skinnið af bógnum ásamt óæskilegri fitu. Hægt er að setja pöruna til hliðar, skera í sneiðar, salta vel og hægelda í ofni þar til hún verður stökk, til að fá æðislegt pörusnakk.
Skerið nokkrar rákir í bóginn svo maríneringin og saltið komist betur inn í þykka kjötstykkið.
Saltið bóginn vel.
Útbúið maríneringuna með því að blanda öllu saman í skál. Hellið svo yfir kjötið og nuddið vel.
Leyfið kjötinu að marínerast í lágmark 2 klukkutíma en helst yfir nótt.
Hitið ofninn í 130°C.
Setjið bóginn í eldfast mót, steikarpott eða ofnskúffu og inn í ofn.
Eldið bóginn í 4 til 5 klukkutíma eða þar til ysta lagið hefur náð góðum lit og kjarnahitinn er 75°C. Líka er gott að elda kjötið í 6 til 9 klukkutíma, þar til kjarnahitinn nær 90-95°C ef þú vilt “pulled pork”.
Takið kjötið út og leyfið að hvíla í 10 mínútur. Sneiðið í þunnar sneiðar og best er að skera þvert á vöðvaþræðina.
Samloka
Helmingið stórar sneiðar af súrdeigsbrauði og smyrjið báðar hliðar með sinnepi.
Næst er það lag af skinku, svo gott magn af grísabóg.
Að lokum eru það sneiðar af súrum gúrkum og osti.
Þá er hægt að loka samlokunni og smyrja topp hliðina með smjöri.
Leggið samlokuna með smurðu hliðinni niður í miðlungsheita pönnu. Pressið samlokuna með annarri þungri pönnu eða potti. (Einnig er hægt að nota stórt samlokugrill)
Takið “pressupönnuna” af og smyrjið hina hliðina með smjöri og snúið samlokunni.
Pressið svo vel og steikið þar samlokan er heit í gegn og osturinn er bráðinn.
Skerið samlokuna í tvennt og berið fram.

Kjötborð Grísabógur
ca. 4000 gr. - 1129 kr. / kg - 4.516 kr. stk.

Gæðabakstur Súr ...
300 gr. - 2063 kr. / kg - 619 kr. stk.

Gestus Emmental ...
100 gr. - 4990 kr. / kg - 499 kr. stk.

Stjörnugrís Sil ...
200 gr. - 2950 kr. / kg - 590 kr. stk.

Bowl & Basket Sinnep
227 gr. - 1317 kr. / kg - 299 kr. stk.

First Price Agú ...
680 gr. - 469 kr. / kg - 319 kr. stk.

Lime
70 gr. - 686 kr. / kg - 48 kr. stk.

Ódýrt Appelsínu ...
1 ltr. - 386 kr. / ltr - 386 kr. stk.

Hvítlaukur
200 gr. - 945 kr. / kg - 189 kr. stk.

Prima Oregano
6 gr. - 36500 kr. / kg - 219 kr. stk.

Prima Cumin Malað
50 gr. - 6400 kr. / kg - 320 kr. stk.

Ms Smjör í Öskju
400 gr. - 1815 kr. / kg - 726 kr. stk.

Prima Svartur p ...
35 gr. - 10286 kr. / kg - 360 kr. stk.
til að skoða vörur Snjallverslunar