Klassískt Caesar salat með kjúkling

fyrir

2

Eldunartími

15 mín.

Undirbúa

15 mín.

Samtals:

30 mín.

Klassískt Caesar salat með kjúkling

Innihald:

Salat dressing

2 stk eggja rauður

2 stk ansjósu flök, söxuð

4 stk hvítlauksrif, söxuð

1 msk Worcestershire sósa

1 tsk pipar

1-2 msk Dijon sinnep

Ferskur sítrónusafi ferskur úr hálfri til heilli sítrónu

1-3 dl jómfrúar ólífuolía

1-2 bollar Parmesan ostur, rifinn

Salt, eftir smekk

Kjúklingur

2 stk kjúklingabringur

2 tsk hvítlauksduft

1 tsk laukduft

1 tsk pipar

1 tsk oregano

1 tsk reykt paprika

2 msk ólífuolía

Salt, eftir smekk

Salat

1 box Gestus brauðteningar

2 hausar af hjartasalati, romaine

Parmesan ostur til að toppa

Leiðbeiningar

Í samstarf með Víði Hólm

Kjúklingur

1

Saltið kjúklingabringurnar, blandið kryddum í skál og kryddið bringurnar.

2

Steikið bringurnar upp úr ólífuolíu á vægum til miðlungshita þar til þær er brúnaðar og eldaðar í gegn.

3

Leyfið að hvíla í 5 mínútur og skerið svo í bita.

Salat dressing

1

Saxið hvítlauk og ansjósur saman mjög fínt.

2

Rífið parmesan ost.

3

Aðskiljið tvær eggjarauður frá hvítunum og setjið í stóra stöðuga skál.

4

Bætið út í hvítlauk, ansjósum, worcestershire sósu, sítrónusafa, sinnepi, parmesan osti og pipar. Hrærið saman.

5

Hægt og rólega bætið út í ólífuolíu meðan þið hrærið stöðugt.

6

Smakkið til reglulega. Bætið við salti, pipar og olíu eftir þörfum.

Salat

1

Þrífið og skerið svo salatið í stóra bita.

2

Blandið við dressinguna, ásamt brauðteningum.

3

Berið salatið fram með kjúklingnum og meiri parmesan osti.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima