Blómkálssúpa með stökkum brauðteningum

fyrir

6

Eldunartími

40 mín.

Undirbúa

20 mín.

Samtals:

60 mín.

Blómkálssúpa með stökkum brauðteningum

Innihald:

Stökkir brauðteningar

1 baguette-brauð, rifið niður

2-3 msk. ólífuolía

½ tsk. sjávarsalt

Blómkálssúpa

2 msk. ólífuolía

1 blaðlaukur, hvíti parturinn notaður og skorinn þunnt

1 laukur, skorinn smátt

3 hvítlauksgeirar, skornir í þunnar sneiðar

1.5 kg blómkál, skorið í bita

2 l grænmetissoð, hér má nota kjúklingasoð ef vill

600 g mjúkt tófú (silken tofu)

u.þ.b. ½ tsk. sjávarsalt -

u.þ.b. ¼ tsk. svartur pipar

grænt pestó, til að bera fram með

parmesanostur, til að bera fram með ef vill

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann.

Stökkir brauðteningar

1

Hitið ofn í 180°C. Setjið brauðið í skál og hellið olíu yfir, nuddið henni saman við með fingrunum þannig að hún blandist vel saman við allt brauðið.

2

Setjið á ofnplötu með bökunarpappír undir, sáldrið yfir örlitlu salti.

3

Bakið í 15-20 mín. eða þar til brauðið er stökkt að utan en örlítið mjúkt að innan.

4

Takið úr ofninum og látið kólna.

Blómkálssúpa

1

Hitið olíu í stórum potti og stillið á háan hita.

2

Steikið blaðlauk, lauk og hvítlauk saman í 5-7 mín. eða þar til mjúkt.

3

Bætið við blómkáli og steikið í 5-6 mín.

4

Hellið soði yfir og hitið að suðu.

5

Lækkið örlítið undir pottinum og látið malla í 10-12 mín. eða þar til blómkálið er mjúkt.

6

Bætið við tófú, salti og pipar.

7

Maukið súpuna með töfrasprota þar til hún er kekkjalaus.

8

Skiptið súpunni á milli skála, setjið svolítið af grænu pestói yfir.

9

Rífið yfir parmesanost og berið fram með stökkum brauðteningum.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima