fyrir
4
Eldunartími
5 mín.
Undirbúa
35 mín.
Samtals:
40 mín.
Innihald:
½ tsk. kardimommur
u.þ.b. 1 tsk. sjávarsalt
300 g bleikja, með roði
25 g engifer, afhýtt
30 g rjómi
30 g sýrður rjómi
2 msk. kóríander, skorinn smátt
1 msk. basilíkulauf, skorin smátt
30 g pistasíukjarnar, ristaðir á þurri pönnu og skornir gróflega
1 tsk. límónubörkur, rifinn fínt
1 msk. límónusafi, nýkreistur
1 grænt chili-aldin, skorið smátt
50 ml sólblómaolía
1 límóna, skorin í báta til að bera fram með
soðin hrísgrjón, til að bera fram með
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann
Blandið ⅛ tsk. af kardimommum saman við örlítið salt og sáldrið yfir fiskinn.
Setjið til hliðar þar til fyrir notkun.
Rífið engifer og setjið í lítið sigti með skál undir.
Þrýstið á engiferið þannig að allur vökvinn leki úr í sigtið fyrir neðan. Það ætti að nást u.þ.b. 1 tsk. af vökva úr engiferinu, hendið restinni en haldið vökvanum.
Stífþeytið rjóma og blandið sýrðum rjóma, engifersafa og örlitlu salti saman við með sleikju.
Kælið engiferrjómann þar til fyrir notkun.
Blandið saman kryddjurtum, pistasíukjörnum, restinni af kardimommunum, límónuberki, límónusafa, chilialdin, 25 ml af ólífuolíu og u.þ.b. ⅛ tsk. af salti saman í skál og setjið til hliðar.
Hitið stóra pönnu með restinni af olíunni.
Steikið fiskinn á roðhliðinni í u.þ.b. 2 mín.
Snúið fiskinum við og steikið í u.þ.b. 1 mín. til viðbótar.
Berið bleikjuna fram með engiferrjóma, pistasíusalsa og límónubátum til að kreista yfir.
Búið í bili
Prima kardimomm ...
35 gr. - 17114 kr. / kg - 599 kr.
Fiskverzlun Haf ...
ca. 650 gr. - 4899 kr. / kg - 3.184 kr.
Engiferrót
ca. 300 gr. - 860 kr. / kg - 258 kr.
MS rjómi 250 ml
250 ml. - 1560 kr. / ltr - 390 kr.
Mjólka sýrður r ...
180 gr. - 1606 kr. / kg - 289 kr.
Kóríander ferskur
1 stk. - 368 kr. / stk - 368 kr.
Náttúra Basil 20g
20 gr. - 19450 kr. / kg - 389 kr.
Til hamingju pi ...
70 gr. - 6786 kr. / kg - 475 kr.
Lime
65 gr. - 800 kr. / kg - 52 kr.
Eat me grænn chili
70 gr. - 4500 kr. / kg - 315 kr.
First Price hrí ...
500 gr. - 380 kr. / kg - 190 kr.
Maldon sjávarsalt
250 gr. - 1868 kr. / kg - 467 kr.
First Price sól ...
1 ltr. - 599 kr. / ltr - 599 kr.
Samtals: