Ofnbökuð Teriyaki bleikja að hætti Tinnu Þorra

fyrir

4

Eldunartími

20 mín.

Undirbúa

5 mín.

Samtals:

25 mín.

Ofnbökuð Teriyaki bleikja að hætti Tinnu Þorra

Innihald:

600-700 g bleikjuflök frá Fiskverzlun Hafliða

1 msk brætt smjör

1/2 fetakubbur

Sesamfræ

teriyaki sósa

2 vorlaukar

kóríander eftir smekk

salt

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn – 200 gráður og undir + yfir hiti

2

Takið eldhúspappír og þerrið aðeins bleikjuna

3

Penslið bleikjuna með smjöri og saltið vel

4

Stappið feta kubbinn og stráið 1/4 yfir bleikjuna

5

Dreifið sesamfræjum yfir bleikjuna

6

Hitið bleikjuna í ofni þar til hún er orðin elduð í gegn (ég notaði hitamæli og lét hana ná 60 gráðu hita og tók hana þá út, það tók um 15 mínútur í ofninum mínum)

7

Á meðan bleikja er í ofninum sjóðið hrísgrjón og undirbúið restina af hráefnunum

8

Þegar bleikjan er tilbúin penslið þið teriyaki sósunni yfir strax, stráið yfir restinni af fetaostinum, vorlauknum og kóríander

9

Berið fram með hrísgrjónum og fersku salati

Vörur í uppskrift
Líklega til heima