
fyrir
4
Eldunartími
45 mín.
Undirbúa
15 mín.
Samtals:
60 mín.
Innihald:
Bakaðar perur
4 perur
ólífuolía
120 g gráðaosti
valhnetur
ferskt timían
sjávarsalt
pipar
Sterkt hunang
1 1⁄2 dl hunang
2 msk. rauðvínsedik
2 tsk. chiliflögur, meira ef vill
1 tsk. þurrkað timían
1⁄2 tsk. reykt paprikukrydd
1⁄2 tsk. salt
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Jóhanna Hlíf.
Bakaðar perur
Hitið ofninn í 180°C.
Skerið perur í tvennt og takið miðjuna úr þeim.
Leggið perurnar á bökunarplötu svo holurnar snúi upp.
Sáldrið ólífuolíu yfir þær og ásamt salti og pipar.
Bakið í 15 mínútur.
Takið perurnar út úr ofninum og fyllið þær með gráðaost, valhnetum og timían.
Setjið aftur inn í heitan ofn og bakið í 8–10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
Setjið þá sterkt hunang yfir og skreytið með fersku timían og sjávarsalti.
Sterkt hunang
Blandið öllu saman í pott og látið suðu koma upp.
Sjóðið í örstutta stund og takið svo af hitanum og látið standa í 30 mínútur.

MS gráðaostur
120 gr. - 4158 kr. / kg - 499 kr. stk.

Perur í pakka
1 kg. - 458 kr. / kg - 458 kr. stk.

First Price val ...
100 gr. - 1990 kr. / kg - 199 kr. stk.

Ártangi Timian ...
1 stk. - 629 kr. / stk - 629 kr. stk.

First Price hunang
425 gr. - 986 kr. / kg - 419 kr. stk.

Gestus rauðvínsedik
250 ml. - 1436 kr. / ltr - 359 kr. stk.

Pottagaldrar ch ...
38 gr. - 14947 kr. / kg - 568 kr. stk.

Prima timían
20 gr. - 14950 kr. / kg - 299 kr. stk.

Prima möluð paprika
50 gr. - 6400 kr. / kg - 320 kr. stk.