Bakaðar kartöflur með timían og sesamfræjum

fyrir

4

Eldunartími

30 mín.

Undirbúa

20 mín.

Samtals:

50 mín.

Bakaðar kartöflur með timían og sesamfræjum

Innihald:

500 g bökunarkartöflur, ca. 5 stk

Ögn af ólífuolíu

Salt

Pipar

Timían

Sesamfræ

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Sölufélag garðyrkjumanna - www.islenskt.is

1

Bökunarkartöflur eru skrældar.

2

Skerið lítillega af einni hliðinni svo kartaflan rúlli ekki út um allt.

3

Skerið niður í hálfa kartöflu með 2 mm millibili.

4

Sett á bökunarplötu og penslað með olíu.

5

Kryddið með salti, pipar og t.d. sesamfræjum, timían eða öðrum góðum kryddum.

6

Reynið að fletta rifunum aðeins opnum svo kryddið fari á milli laga í kartöflunni.

7

Bakið við 170°C í 25 – 30 mín.

8

Ef vill má skræla kartöflurnar aðeins þykkar og steikja hýðið sem nasl.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima

til að skoða vörur Snjallverslunar