Amerískar pönnukökur

fyrir

2

Eldunartími

15 mín.

Undirbúa

15 mín.

Samtals:

30 mín.

Amerískar pönnukökur

Innihald:

Pönnukökumix

Mjólk

Bananar

Jarðarber

Hindber

Bláber

Hlynsíróp

Leiðbeiningar

1

Blandið mjólkinni saman við mixið og hristið vel

2

Hitið pönnuna og setjið olíu á hana. Þegar hún er orðin volg skuluð þið hella deig blöndunni á hana. Prófið fyrst að gera eina litla þannig að þið áttið ykkur betur á því hvernig deigið rennur og hversu stórar eða litlar þið viljið hafa pönnukökurnar.

3

Leyfið pönnukökunum að steikjast í rólegheitunum og ekki snúa þeim við fyrr en loftbólur eru byrjaðar að springa á þeim.

4

Takið af pönnunni þegar þær eru orðnar fallega brúnar.

5

Berið fram með ferskum ávöxtum og sírópi. Einnig er hægt að nota ís eða rjóma, súkkulaðisósu eða hvað sem ykkur dettur í hug.

Vörur í uppskrift

til að skoða vörur Snjallverslunar