Kjúklinga Alfredo Pasta

fyrir

4

Uppáhalds

Eldunartími

15 mín.

Undirbúa

15 mín.

Samtals:

30 mín.

Kjúklinga Alfredo Pasta

Innihald:

1 pakki kjúklingalundir

1/2 tsk. svartur pipar

1 tsk. salvía

1 tsk. rósmarín

1 tsk. basil

1 tsk. oreganó

1/2 tsk. reykt papríka

1 tsk. hvítlauksduft

500g pasta tagliatelle

0,5 ltr rjómi

90g parmesan ostur, rifinn

2-3 msk. smjör

2 stk. skalottlaukur, saxaður

4 msk. ólífuolía

1 dl fersk steinselja, söxuð

Salt eftir smekk

Leiðbeiningar

Að hætti Víðis Hólm

1

Skerið kjúklinginn í bita, færið í skál og saltið.

2

Bætið við pipar, salvíu, rósmarín, basil, papriku og hvítlauksdufti, ásamt 2-3 msk. af ólífuolíu.

3

Blandið þar til kryddið hefur dreifst jafnt yfir kjúklinginn.

4

Saxið skalottlauk fínt og rífið ca. 90g af parmesan osti. Hafið bæði tilbúið til hliðar í sitthvorri skál.

5

Hitið 1-2 msk. af ólífuolíu í stórri pönnu. Steikið kjúklinginn á miðlungsháum hita þar til hann er eldaður í gegn.

6

Setjið kjúklinginn til hliðar og í sömu pönnu steikið skalottlauk með smjöri þar til hann er mjúkur.

7

Hellið rjómanum út í og bætið svo við parmesan ostinum.

8

Hitið sósuna á vægum hita og forðist að bullsjóða hana, vegna hættu á því að hún skilji sig.

9

Þegar sósan hefur þykknað og osturinn bráðnað er gott að smakka hana, og salta eftir smekk, ef þarf.

10

Haldið sósunni svo volgri á lágum hita.

11

Sjóðið nóg af vatni í potti og saltið vel.

12

Bætið pastanu út í og sjóðið 1-2 mínútum styttra en leiðbeiningar á pakkanum segja til um.

13

Sigtið eða veiðið pastað upp úr vatninu og bætið því við í sósuna og blandið.

14

Gott er að halda bolla af pastasoðinu til bæta út í sósuna ef þarf. Þar getur sterkjan í soðinu hjálpa við að þykkja og binda sósuna. Bætið þá í smáum skömmtum eftir þörfum.

15

Hitið pönnuna á miðlungshita þar til sósan þykknar og pastað er full eldað.

16

Toppið með saxaðri ferskri steinselju og berið fram.

Vörur í uppskrift
1
Ódýrt kjúklinga ...

Ódýrt kjúklinga ...

ca. 800 gr. - 3.260 kr. / kg. - 2.608 kr. Stk.

1
Pottagaldrar salvía

Pottagaldrar salvía

1 stk.  - 489 kr. Stk.

1
Rósmarín ferskt

Rósmarín ferskt

1 stk.  - 368 kr. Stk.

1
Prima basilíka

Prima basilíka

12 gr.  - 270 kr. Stk.

1
Prima oregano

Prima oregano

6 gr.  - 220 kr. Stk.

1
Prima reykt pap ...

Prima reykt pap ...

40 gr.  - 519 kr. Stk.

1
Prima hvítlauksduft

Prima hvítlauksduft

60 gr.  - 395 kr. Stk.

1
Gestus tagliatelle

Gestus tagliatelle

500 gr.  - 489 kr. Stk.

1
MS rjómi 500 ml

MS rjómi 500 ml

500 ml.  - 716 kr. Stk.

1
Ambrosi parmigi ...

Ambrosi parmigi ...

150 gr.  - 898 kr. Stk.

1
MS smjör 250gr

MS smjör 250gr

250 gr.  - 416 kr. Stk.

1
Skalottlaukur

Skalottlaukur

400 gr.  - 459 kr. Stk.

1
Filippo Berio ó ...

Filippo Berio ó ...

500 ml.  - 1.399 kr. Stk.

1
Steinselja fersk

Steinselja fersk

1 stk.  - 590 kr. Stk.

Líklega til heima
1
Prima svartur p ...

Prima svartur p ...

35 gr.  - 360 kr. Stk.

Vörur

()

Samtals:

9.836 kr.
Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur