Hrekkjavöku Quesadillas Hildar Rutar

fyrir

8

Eldunartími

12 mín.

Undirbúa

25 mín.

Samtals:

37 mín.

Hrekkjavöku Quesadillas Hildar Rutar

Innihald:

Uppskriftin gerir 10 litlar quesadillas

2 pakkningar street tacos frá Mission (20 litlar tortillur)

400-500 g kjúklingur, smátt skorinn eða rifinn

400 g svartar baunir

1 dós salsa sósa

Salt og pipar eftir smekk

1 havarti ostur

500 g rifinn cheddar ostur

Sýrður rjómi

Guacamole

3 avókadó

1 ferskt jalapeno, fræhreinsað

½ dl ferskt kóríander

Safi úr 1 lime

Salt og pipar eftir smekk

2 dl tómatar, smátt skornir

1-2 msk rauðlaukur smátt skorinn

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að blanda saman kjúklingi, svörtum baunum, salsa sósu, salti og pipar í skál.

2

Skerið með beittum hníf andlit í helminginn af tortillunum.

3

Rífið havarti ostinn og dreifið honum yfir botninn á hinum helmingnum af tortillunum.

4

Dreifið kjúklingablöndunni ofan á ostinn, dreifið meiri osti og að lokum dreifið rifnum cheddar jafnt yfir. Lokið tortillunum með þeim sem eru með andlit.

5

Bakið í 10-12 mínútur við 180°C og berið fram með sýrðum rjóma og guacamole.

6

Hræææææðilega gott! múhaha....

Guacamole

1

Smátt skerið tómata og rauðlauk.

2

Blandið saman avókadó, smátt skornu jalapeno, kóríander, safa úr lime, salti og pipar með töfrasprota eða stappið vel saman.

3

Hrærið tómötunum og rauðlauknum saman við með skeið.

Vörur í uppskrift

til að skoða vörur Snjallverslunar