
fyrir
2
Eldunartími
15 mín.
Undirbúa
15 mín.
Samtals:
30 mín.
Innihald:
Hráefni
1 kubbur tófú (450gr)
1-1,5 msk sojasósa
2 dl frosnar edamamebaunir
¼ rauðlaukur
½ þroskaður mangó
125 gr salatblanda frá lambhaga
1 avocado
½ rauð paprika
½ gúrka
Hnetusmjörs- og sesamdressing:
½ lime (safinn)
1 msk hnetusmjör
¼ tsk chiliflögur
½ dl ólífuolía
2 msk sesamolía
1 msk glútenlaus sojasósa
1 msk engifer
½ geiralaus hvítlaukur
Leiðbeiningar
Aðferð
Byrjið á að taka tófúið úr pakkningunni, skola kubbinn og þerra vel. Mér finnst best að vefja hann inní eldhúsbréf og pressa hann léttilega með höndunum (það er hægt að gera þetta daginn áður og láta kubbinn liggja innvafðann undir þungu fargi yfir nóttina og fá ennþá þéttari áferð, en það þarf ekki).
Skerið tófúkubbinn í litla teninga, 1,5 cm x 1,5 cm, og hitið á þurri pönnu í nokkrar mínútur. Bætið svo ca 2 msk olíu útá pönnuna, veltið reglulega og steikið þar til gul skorpa hefur myndast á flestar hliðar teninganna. Bætið við olíu eftir þörf svo pannan verði ekki alveg þurr. Þegar skorpa hefur myndast bætið þá 1-1,5 msk af sojasósu útá pönnuna og leyfið tófúinu að draga allan vökvann í sig.
Afþýðið edamamebaunirnar með því að leggja þær í sjóðandi vatn og skerið ferska grænmetið og mangóinn smátt.
Útbúið dressinguna með að setja allt sem í hana fer í lítinn blender eða blandið með töfrasprota.
Berið fram sem salatdisk með salatgrunni, toppað með smáttskornu grænmeti, mangó, edamamebaunum, sojasteiktu tófúteningum og toppið með dressingunni.
Einnig er gott að toppa með kóreander en þarf ekki.

firm tofu
450 gr. - 360 kr. Stk.

Kikkoman sojasósa
150 ml. - 489 kr. Stk.

Gestus edamame ...
300 gr. - 399 kr. Stk.

Rauðlaukur
ca. 160 gr. - 299 kr. / kg. - 48 kr. Stk.

Lambhaga salatb ...
125 gr. - 540 kr. Stk.

mangó
680 gr. - 469 kr. Stk.

Avocado í lausu
1 stk. - 319 kr. Stk.

paprika rauð
220 gr. - 154 kr. Stk.

lime
70 gr. - 49 kr. Stk.

MUNA Hnetusmjör fínt
250 gr. - 459 kr. Stk.

Blue Dragon ses ...
150 ml. - 999 kr. Stk.

Pottagaldrar ch ...
1 stk. - 569 kr. Stk.

Engiferrót
ca. 300 gr. - 1.139 kr. / kg. - 342 kr. Stk.

Hvítlaukur
200 gr. - 169 kr. Stk.

Agúrkur
1 stk. - 223 kr. Stk.
Samtals: