Viltu verða eitt af okkur?

Krónan er fjölbreyttur vinnustaður fyrir fólk með alls konar hæfileika. Hvort sem þú ert liðtækur lagerstarfsmaður, skjótari en skugginn að stimpla þig inn í sjálfafgreiðslukassa með bros á vör eða skrifstofutýpa sem er algjör Excel-hvíslari, þá viljum við heyra frá þér!

Við viljum vera til fyrirmyndar

Markmið Krónunnar er að vera fyrirmyndarvinnustaður þar sem áhersla er lögð á þjálfun, jafnrétti, heilsu og öryggi starfsfólks.

Við vöndum okkur mikið við að vera góður vinnustaður. Við erum stolt af því hver við erum og okkur finnst hversdagurinn í öllum sínum fjölbreytileika alveg frábær! Við leggjum áherslu á að styðja starfsfólkið okkar í að ná árangri í starfi, gerum okkur far um að vera sanngjörn og gerum okkar besta til að tryggja jafnrétti, öryggi og persónuvernd fólksins okkar.

Starfsmannastefnur okkar

Mannauðsstefnan okkar fjallar um hvernig við ætlum að halda utan um þig sem starfsmann, hvaða starfsumhverfi við viljum bjóða upp á og hvernig menningin í Krónunni á að vera.

Lesa mannaðsstefnu

Jafnlaunastefnan okkar er loforð um að greiða laun í samræmi við hæfniskröfur, ábyrgð og árangur og að mismuna ekki starfsfólkinu okkar. Við notum Jafnlaunastaðal ÍST 85 til að voga störf og verðmæti þeirra.

Lesa jafnlaunastefnu 

Jafnréttisstefnan okkar gengur út á að tryggja að starfsfólkinu okkar sé ekki mismunað vegna kyns, aldurs, uppruna, kynhneigðar, trúar eða annarra þátta. Þetta gerum við með faglegu verklagi, gagnsæi og stefnumótun.

Lesa jafnréttisstefnu

Persónuverndarstefnan okkar fjallar um með hvaða hætti Krónan tryggir áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsingar um starfsfólk sitt.  Við söfnuð auðvitað alls konar upplýsingum um fólkið okkar og við lofum að passa þær vel!

Lesa persónuverndarstefnu

Laus störf í Krónunni og Kr.-