Við hjá Krónunni höfum opnað nýja og stórglæsilega verslun okkar á Akureyri! Líkt og í öðrum verslunum Krónunnar þá munum við bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval á hagstæðu verði og er lögð mikil áhersla á ferskvöru í kjöti og grænmeti/ávöxtum.
Í verslunarrýminu er einnig að finna tvo nýja veitingastaði sem bjóða upp á "take-away" þjónustu: Sushi frá Rub23 og asíska rétti frá Wok On en báðir staðir bjóða upp á ferskan og tilbúinn mat sem tilvalið er að grípa með sér inn í daginn. Viðskiptavinir geta þá keypt tilbúna rétti og greitt við kassann með öðrum vörum.
Við hlökkum mikið til að taka á móti nýjum Krónuvinum í stórglæsilegri verslun okkar á Akureyri.
Staðsetning: Tryggvabraut 8
Stórt og glæsilegt húsnæði, alls 2.000 fermetrar að stærð
Opið 09-21 alla daga vikunnar
Girnileg opnunartilboð sem verða kynnt í opnunarvikunni. Fylgist vel með Krónunni á samfélagsmiðlum.
Þurrvörubar opnar í versluninni þar sem hægt er að mæta með eigið ílát og fylla á
Heimsendingarþjónusta í gegnum Snjallverslun Krónunnar hefst í byrjun næsta árs
Verslun Krónunnar á Akureyri verður Svansvottuð líkt og aðrar Krónuverslanir. Kröfur Svansins fyrir dagvöruverslanir ná yfir umhverfisþætti í rekstri verslana, svo sem matarsóun og flokkun úrgangs, orkunotkun, og framboð lífrænna og umhverfisvottaðra vara.
Svansvottun Krónunnar þýðir að:
20% af öllum rekstrarvörum sem Krónan selur eru umhverfisvottaðar (vottaðar með Svaninum eða Evrópublóminu)
4% af matar- og drykkjarvöru eru lífrænt vottaðar
Markviss áhersla er lögð á að sporna gegn matarsóun og flokkun er til fyrirmyndar
Virk orkustefna sem dregur úr orkunotkun
Krónan notar einungis umhverfisvottaðar ræsti- og hreinlætisvörur fyrir eigin þrif og rekstur
Við viljum hafa áhrif til góðs og sýna samfélagslega ábyrgð í verki – alltaf