Fallback alt

Jibbí, við höfum opnað á Akureyri!

Við hjá Krónunni höfum opnað nýja og stórglæsilega verslun okkar á Akureyri! Líkt og í öðrum verslunum Krónunnar þá munum við bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval á hagstæðu verði og er lögð mikil áhersla á ferskvöru í kjöti og grænmeti/ávöxtum.

Í verslunarrýminu er einnig að finna tvo nýja veitingastaði sem bjóða upp á "take-away" þjónustu: Sushi frá Rub23 og asíska rétti frá Wok On en báðir staðir bjóða upp á ferskan og tilbúinn mat sem tilvalið er að grípa með sér inn í daginn. Viðskiptavinir geta þá keypt tilbúna rétti og greitt við kassann með öðrum vörum.

Við hlökkum mikið til að taka á móti nýjum Krónuvinum í stórglæsilegri verslun okkar á Akureyri.

  • Staðsetning: Tryggvabraut 8

  • Stórt og glæsilegt húsnæði, alls 2.000 fermetrar að stærð

  • Opið 09-21 alla daga vikunnar

  • Girnileg opnunartilboð sem verða kynnt í opnunarvikunni. Fylgist vel með Krónunni á samfélagsmiðlum.

  • Þurrvörubar opnar í versluninni þar sem hægt er að mæta með eigið ílát og fylla á

  • Heimsendingarþjónusta í gegnum Snjallverslun Krónunnar hefst í byrjun næsta árs

Fallback alt

Engin röð, bara fjör!

Vissir þú að þú getur sparað tíma með því að nota símann? Prófaðu Skannað og skundað lausnina og verslað vörur með því að skanna þær úr hillu og setja beint í körfuna þína, jú eða bara beint í pokann. Greiðir í appinu, skannar þig út skundar svo út í daginn

Vertu memm!

Fallback alt

Svansvottuð verslun

Verslun Krónunnar á Akureyri verður Svansvottuð líkt og aðrar Krónuverslanir. Kröfur Svansins fyrir dagvöruverslanir ná yfir umhverfisþætti í rekstri verslana, svo sem matarsóun og flokkun úrgangs, orkunotkun, og framboð lífrænna og umhverfisvottaðra vara.

Svansvottun Krónunnar þýðir að:

  • 20% af öllum rekstrarvörum sem Krónan selur eru umhverfisvottaðar (vottaðar með Svaninum eða Evrópublóminu)

  • 4% af matar- og drykkjarvöru eru lífrænt vottaðar

  • Markviss áhersla er lögð á að sporna gegn matarsóun og flokkun er til fyrirmyndar

  • Virk orkustefna sem dregur úr orkunotkun

  • Krónan notar einungis umhverfisvottaðar ræsti- og hreinlætisvörur fyrir eigin þrif og rekstur

Fallback alt

Pssst… viltu vita meira um Krónuna?

Við viljum hafa áhrif til góðs og sýna samfélagslega ábyrgð í verki – alltaf