
fyrir
4
Eldunartími
20 mín.
Undirbúa
120 mín.
Samtals:
140 mín.
Innihald:
500 g lífrænt tófú, skorið í jafna bita
1 lítill ananas, skorinn í jafna bita
Bambus eða margnota spjót fyrir matreiðslu
Marínering
2 msk. lífræn soja- eða tamarisósa
1 stór límóna, nýkreistur safinn notaður
1,5 msk. dijon-sinnep
1 msk. hágæða hitaþolin olía
1 tsk. lífrænt agave-síróp
1 tsk. hvítlaukskrydd
1 tsk. laukkrydd
1/2 tsk. cayenne-pipar
Kóríander pestó
70 g pistasíur, án skelja
70 ml lífræn hágæða ólífuolía
2 öskjur kóríander frá Vaxa
1-2 grænn chili
3 hvítlauksrif
1 stór sítróna, safi og rifinn börkur notaður
salt
pipar
Leiðbeiningar
Uppskrift: Arna Engilbertsdóttir - www.fræ.com.
Marínering
Blandið öllum hráefnum saman og hellið yfir tófúbitana.
Látið marínerast yfir nótt eða lengur í lokuðu íláti.
Þræðið tófúið og ananasinn þétt upp á spjótin og hellið restinni af maríneringunni yfir.
Hægt er að baka, grilla eða nota steypujárnsgrillpönnu til að elda þennan rétt.
Grillið eða bakið þar til bitarnir fá gyllta og stökka áferð og rendur eftir grillið og steypujárnspönnuna.
Bakið á 180°C með blæstri í u.þ.b. 30 mín, grillið í u.þ.b. 15-20 mín eða eldið á steypujárnsgrillpönnu í u.þ.b. 20 mín.
Kóríander pestó
Blandið öllu hráefninu saman í kraftmiklum blandara og látið hann ganga þar til áferðin er orðin silkimjúk og nokkuð þykk.
Ef blandan er of þykk er gott að bæta einni matskeið af vatni saman við.
Berið spjótin fram heit og hellið kóríanderpestóinu yfir.

Urtekram tofu
400 gr. - 669 kr. Stk.

Ananas
1100 gr. - 379 kr. Stk.

Urtekram tamari sósa
250 ml. - 690 kr. Stk.

sítrónur
160 gr. - 62 kr. Stk.

First Price dij ...
370 gr. - 299 kr. Stk.

bowl & basket a ...
750 ml. - 1.799 kr. Stk.

MUNA agave ljóst
350 gr. - 849 kr. Stk.

Prima hvítlauksduft
60 gr. - 395 kr. Stk.

Prima laukduft
45 gr. - 425 kr. Stk.

Prima cayennepipar
35 gr. - 375 kr. Stk.

Til hamingju pi ...
70 gr. - 475 kr. Stk.

Olifa lífræn ól ...
500 ml. - 2.279 kr. Stk.

Vaxa kóríander
20 gr. - 439 kr. Stk.

Eat me grænn chili
70 gr. - 315 kr. Stk.

Hvítlaukur
200 gr. - 169 kr. Stk.

Jamie Oliver sa ...
350 gr. - 999 kr. Stk.

Jamie Oliver sv ...
180 gr. - 999 kr. Stk.
Samtals: