Syndsamleg súkkulaðikaka (í Hrekkjavöku búning)

fyrir

6

Uppáhalds

Eldunartími

40 mín.

Undirbúa

30 mín.

Samtals:

70 mín.

Syndsamleg súkkulaðikaka (í Hrekkjavöku búning)

Innihald:

210 g smjör

200 g súkkulaði ( 56 eða 70%)

2 dl sykur

2 msk hveiti

5 egg, aðskilin

50 g dökkt súkkulaði (skraut ofan á köku, má sleppa)

50 g hvítt súkkulaði (skraut ofan á köku, má sleppa)

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Bræðið saman smjör og súkkulaði í skál yfir vatnsbaði, takið blönduna af hitanum og bætið sykri og hveiti við.

3

Hrærið eggjarauðunum útí einni í einu, stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim síðan varlega saman við.

4

Hellið blöndunni í form sem er 24 cm í þvermál og bakið í 30 mín.

5

Leyfið kökunni að kólna örlítið í forminu og hvolfið henni svo á kökudisk og skreytið með dökku og hvítu súkkulaði, gott er að setja hvíta súkkulaðið í sprautupoka og sprauta hringi út frá miðju og nota svo tannstöngul til að mynda kóngulóavefinn.

6

Berið fram með rjóma og hræææææðilega ljúffengum draugaberjum, úúúú..... gleðilega hrekkjavöku!

Vörur í uppskrift
1
MS smjör 250gr

MS smjör 250gr

250 gr.  - 415 kr. Stk.

1
Nóa siríus suðu ...

Nóa siríus suðu ...

200 gr.  - 740 kr. Stk.

1
First Price Sykur

First Price Sykur

1 kg.  - 211 kr. Stk.

1
First Price hveiti

First Price hveiti

2 kg.  - 280 kr. Stk.

1
Nesbú hamingjuegg 6s

Búið í bili

Nesbú hamingjuegg 6s

438 gr.  - 449 kr. Stk.

1
Lindu hvítt súk ...

Lindu hvítt súk ...

100 gr.  - 246 kr. Stk.

Vörur

()

Samtals:

1.892 kr.