Pönnusteiktur saltfiskur með fenníku og Hollandaise sósu

fyrir

3

Uppáhalds

Eldunartími

40 mín.

Undirbúa

30 mín.

Samtals:

70 mín.

Pönnusteiktur saltfiskur með fenníku og Hollandaise sósu

Innihald:

Fiskur

800 gr saltfiskur með roði

olía til steikingar

smá hveiti

Pipar eftir smekk

Fennel salat

2 stk ferskt fenníka

50 gr ólífuolía smjör

Saxað dill

Safi úr ½ Sítrónu

salt og pipar

Hollandaise sósa

200 gr smjör

2 eggjarauður

sítrónusafi úr ½ sítrónu

Cayenne pipar á hnífoddi

30 ml hvítvín

Leiðbeiningar

Fiskur

1

Skerið fiskinn í fallegar steikur, þerrið vel og veltið upp úr hveiti. Sláið á létt svo umfram hveitið detti af.

2

Hitið pönnu við háan hita, setjið olíu á hana, leggið fiskinn varlega á og steikið þar til hann er fallega gullinn á báðum hliðum.

3

Takið fiskinn af pönnunni og látið hvíla í 5 mín.

4

Ef fiskurinn fellur í flögur þegar ýtt er létt á hann er hann tilbúinn. Ef ekki þá er hann er ekki eldaður í gegn og þá þarf að setja hann í ofn.

5

Kryddið með pipar eftir smekk.

6

Berið fram með fenníku salati og hollandaise sósu.

Fennel salat

1

Hitið ofninn í 180°C

2

Skerið fenníkuna í þunnar sneiðar, setjið í skál, hellið ólífuolíunni yfir og kryddið með salti, pipar og sítrónusafa.

3

Dreifið fenníkuni á ofnplötu, setjið í ofninn á grillstillingu ef það er í boði og eldið þar til hún fer ögn að brúnast. U.þ.b. 10 mín.

4

Setjið fenníkuna í skál og dreifið söxuðu dilli yfir.

Hollandaise sósa

1

Bræði smjörið í potti á lágum hita.

2

Hitið vatn í potti sem hentar sem vatnsbað og lítil skál sem situr vel án þess að snerta yfirborð vatnsinns.

3

Þeytið eggjarauður og hvítvín í skálinni, setjið hana yfir vatnsbaðið og þeytið þar til fer að þykkna og þétt froða myndast. Passið að eggjarauðurnar of hitni ekki.

4

Takið skálina af hitanum og bætið smjörinu við í mjórri bunu meðan hrært er i eggjablöndunni.

5

Kryddið með salti, sítrónusafa og Cayenne pipar.

Vörur í uppskrift
1
Gríms saltfiskh ...

Búið í bili

Gríms saltfiskh ...

ca. 650 gr. - 4.499 kr. / kg. - 2.924 kr. Stk.

1
Jamie Oliver ev ...

Búið í bili

Jamie Oliver ev ...

500 ml.  - 1.299 kr. Stk.

1
Kornax hveiti

Kornax hveiti

2 kg.  - 390 kr. Stk.

1
Prima svartur p ...

Prima svartur p ...

35 gr.  - 360 kr. Stk.

1
fennel

Hætt

fennel

ca. null gr. - 579 kr. / kg. - 579 kr. Stk.

1
MS smjör 500gr

MS smjör 500gr

500 gr.  - 774 kr. Stk.

1
Náttúra dill ferskt

Náttúra dill ferskt

1 stk.  - 368 kr. Stk.

1
sítrónur

sítrónur

130 gr.  - 62 kr. Stk.

1
Stjörnuegg stór ...

Búið í bili

Stjörnuegg stór ...

405 gr.  - 465 kr. Stk.

1
Prima cayennepipar

Prima cayennepipar

35 gr.  - 375 kr. Stk.

1
Cero Coma 0% hvítvín

Cero Coma 0% hvítvín

750 ml.  - 699 kr. Stk.

Vörur

()

Samtals:

3.028 kr.