fyrir
8
Eldunartími
25 mín.
Undirbúa
30 mín.
Samtals:
55 mín.
Innihald:
Bakan
100 g smjör
60 g púðursykur
1 tsk. engiferduft
1 tsk. kanill
½ tsk. negull
½ tsk. múskat
¼ tsk. salt
Súkkulaðifylling
2 ½ dl rjómi
170 g súkkulaði, 70%
60 g hlynsíróp
1 msk. púðursykur
1 tsk. engiferduft
¼ tsk. salt
piparkökur
fræ úr ½ granatepli
rósmaríngreinar
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann
Bakan
Hitið ofninn í 180°C.
Vinnið allt hráefnið vel saman í matvinnsluvél þar til úr er orðið deig.
Ef blandan er of þurr má bæta við 1 matskeið af vatni.
Smyrjið vel lausbotna kökuform sem er um 22 cm í þvermál.
Þrýstið deiginu í botninn og með hliðunum á forminu.
Pikkið nokkrum sinnum með gaffli í deigið á botninum.
Bakið í um það bil 12 mínútur.
Látið bökuskelina kólna á meðan fyllingin er útbúin.
Súkkulaðifylling
Hitið rjómann að suðu.
Saxið súkkulaðið smátt og setjið í skál.
Hellið rjómanum yfir og látið standa í um 5 mínútur.
Hrærið vel saman þar til súkkulaðið hefur bráðnað og blandan er samfelld og glansandi.
Hrærið hlynsíróp, púðursykur, engiferduft og salt saman við og hellið blöndunni í bökuskelina.
Kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir.
Losið bökuna varlega úr forminu og skreytið hana með piparkökum, granateplafræjum og rósmaríngreinum.
MS smjör 250gr
250 gr. - 1760 kr. / kg - 440 kr.
DDS púðursykur
500 gr. - 436 kr. / kg - 218 kr.
Prima engifer malað
25 gr. - 9600 kr. / kg - 240 kr.
Flóru kanill
70 gr. - 4114 kr. / kg - 288 kr.
Flóru negull
75 gr. - 5560 kr. / kg - 417 kr.
Prima múskat
40 gr. - 10475 kr. / kg - 419 kr.
MS rjómi 250 ml
250 ml. - 1560 kr. / ltr - 390 kr.
Nóa siríus suðu ...
200 gr. - 3695 kr. / kg - 739 kr.
Grön Balance hl ...
250 ml. - 3396 kr. / ltr - 849 kr.
Nyakers piparkökur
300 gr. - 1423 kr. / kg - 427 kr.
epli granate
400 gr. - 798 kr. / kg - 319 kr.
Rósmarín ferskt
1 stk. - 368 kr. / stk - 368 kr.
Saltverk flögusalt
250 gr. - 1592 kr. / kg - 398 kr.
Samtals: