Pavlovu jólatré með piparkökukaramellusósu

fyrir

12

Eldunartími

70 mín.

Undirbúa

40 mín.

Samtals:

110 mín.

Pavlovu jólatré með piparkökukaramellusósu

Innihald:

Pavlova

5 eggjahvítur

225 g sykur

2 tsk. vanilluextrakt/dropar

½ tsk. sítrónusafi

2 msk. maizenamjöl

Piparkökukaramellusósa

200 g sykur

85 g smjör

1 dl rjómi

1 tsk. kanill

½ tsk. engiferduft

¼ tsk. kardimommuduft

1/8 tsk. negull

½ tsk. salt

Á toppinn á pavlovu

5 dl rjómi, þeyttur

200 g jarðarber

150 g hindber

50 g möndluflögur

rifsber til skrauts

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann

Pavlova

1

Hitið ofninn í 120°C.

2

Þeytið eggjahvíturnar þar til þær verða hvítar og stífar.

3

Bætið sykrinum smám saman við og þeytið vel á milli.

4

Blandið vanillu, sítrónusafa og maizenamjöli við blönduna.

5

Setjið bökunarpappír á plötu.

6

Teiknið jólatré á pappírinn og snúið honum svo við.

7

Setjið marensblönduna í sprautupoka og sprautið með útlínunum og jafnið blöndunni á pappírinn svo pavlovan verði í laginu eins og jólatré.

8

Bakið í 1 klst.

9

Slökkvið þá á ofninum, opnið hann dálítið og leyfið botninum að kólna í ofninum í um 2 klst.

Piparkökukaramellusósa

1

Bræðið sykur og smjör saman í potti.

2

Bætið rjómanum saman við og látið blönduna krauma í um það bil 3 mínútur.

3

Bætið þá kryddi og salti saman við og látið krauma áfram í 5 mínútur.

4

Hrærið í öðru hverju og takið svo pottinn af hellunni.

5

Látið sósuna kólna.

Á toppinn á pavlovu

1

Jafnið rjómanum ofan á marensbotninn og dreifið berjum og möndluflögum þar ofan á.

2

Dreypið piparkökukaramellusósunni yfir og berið fram strax.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima