Páska karamellu- og mokka kaka

fyrir

4

Uppáhalds

Eldunartími

20 mín.

Undirbúa

60 mín.

Samtals:

80 mín.

Páska karamellu- og mokka kaka

Innihald:

Kexbotnar

150 g smjör, við stofuhita

150 g sykur

150 g hveiti

½ tsk lyftiduft

Rjómablanda

400 ml rjómi

1 tsk skyndikaffi

1 tsk vatn, sjóðandi

1 msk flórsykur

Karamellusósa

200 g sykur

90 g smjör

120 g rjómi

1 tsk salt, eða eftir smekk

Súkkulaðikrem

100 g súkkulaði

2 msk rjómi

1-2 pk mini eggs frá Cadbury

Leiðbeiningar

Kexbotnar

1

Stillið ofn á 220 °c.

2

Hrærið saman smjör og sykur þangað til létt og ljóst.

3

Bætið hveitinu og lyftiduftinu saman við og hrærið saman.

4

Takið kökuform eða eitthvað hringlaga sem er u.þ.b. 15 cm í þvermál og teiknið eftir hringnum á bökunarpappír, fríhendis dragið línu u.þ.b. 5 cm fyrir ofan hringinn í laginu eins og egg.

5

Notið fyrsta eggið sem skapalón og gerið tvo hringi í viðbót.

6

Deilið deiginu í þrennt eða 150 g hvert.

7

Notið hendurnar til að dreifa úr deiginu og gera það jafnt í kantana.

8

Setjið í ofn og bakið í 6-7 mín.

9

Þegar kexbotnarnir eru teknir út er gott að renna yfir kantana með hníf og ýta létt í þá ef þeir hafa lekið eitthvað aðeins út, þá er hægt að jafna þá meðan deigið er heitt.

10

Leyfið þeim að kólna alveg áður en rjóminn er settur á.

Rjómablanda

1

Setjið sykurinn í pott og stillið á miðlungshita.

2

Leyfið sykrinum að bráðna.

3

Hrærið sem minnst í sykrinum til að karamellan kristallist síður.

4

Þegar sykurinn er bráðnaður, takið pottinn af hitanum og bætið smjörinu saman við og hrærið á meðan.

5

Þegar smjörið og sykurinn hafa blandast saman hellið rjómanum í mjórri bunu saman við.

6

Ef hráefnin eru köld þarf mögulega að setja pottinn aftur á helluna og leyfa karamellunni að sjóða í smá stund í viðbót eða þangað til allt er vel samblandað.

7

Bætið teskeið af salti saman við í lokin.

8

Þeytið rjómann, blandið kaffi og vatni saman á meðan.

9

Þegar rjóminn er full þeyttur er kaffinu og flórsykri blandað saman við með sleikju.

Samsetning

1

Setjið fyrsta botninn á kökudisk - gott er að setja örlitla rjóma slettu undir botninn svo kakan geti ekki runnið af disknum.

2

Setjið helminginn af rjómanum ofan á og dreifið vel úr, dreifið þá karamellusósu yfir og setjið næsta botn ofan á og endurtakið ferlið.

Súkkulaðikrem

1

Bræðið súkkulaði og rjóma saman við vægan hita yfir vatnsbaði eða inn í örbylgjuofni.

2

Dreifið yfir efsta botninn.

3

Saxið nokkur egg niður og dreifið yfir kökuna ásamt heilum eggjum.

4

Gott er að leyfa kökunni að hvíla inn ísskáp í 2-3 klst, þá mýkir rjóminn botnana örlítið og betra er að skera hana. En ekki nauðsyn.

Vörur í uppskrift
1
MS smjör 500gr

MS smjör 500gr

500 gr.  - 774 kr. Stk.

1
First Price Sykur

First Price Sykur

1 kg.  - 216 kr. Stk.

1
First Price hveiti

First Price hveiti

2 kg.  - 299 kr. Stk.

1
Royal lyftiduft ...

Royal lyftiduft ...

200 gr.  - 340 kr. Stk.

1
MS rjómi 500 ml

MS rjómi 500 ml

500 ml.  - 716 kr. Stk.

1
First Price ins ...

First Price ins ...

200 gr.  - 590 kr. Stk.

1
DDS flórsykur

DDS flórsykur

500 gr.  - 218 kr. Stk.

1
Kjörís heit kar ...

Kjörís heit kar ...

240 gr.  - 440 kr. Stk.

1
Konsum suðusúkkulaði

Konsum suðusúkkulaði

300 gr.  - 596 kr. Stk.

1
Cadbury mini eg ...

Hætt

Cadbury mini eg ...

80 gr.  - 220 kr. Stk.

Líklega til heima
1
Jamie Oliver sa ...

Jamie Oliver sa ...

350 gr.  - 999 kr. Stk.

Vörur

()

Samtals:

4.189 kr.
Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur