fyrir
8
Eldunartími
40 mín.
Undirbúa
140 mín.
Samtals:
180 mín.
Innihald:
5 bollar hveiti
1 msk. ger
¼ Bolli sykur
1 tsk. salt
2 egg
80 g smjör bráðið
1 ½ bolli mjólk
1 tsk. vanilludropar
Kanilsykur og smjör
1 msk. kanill
1 bolli sykur
115 g smjör
Púðursykurssósa
115 g smjör
½ bolli púðursykur
Leiðbeiningar
Blandið saman í skál hveiti, geri, sykri og salti.
Bætið eggjum, mjólk (við stofuhita), vanilludropum og bráðnu smjöri (sem er aðeins búið að kólna) saman við og hrærið hægt og rólega saman þar til deig byrjar að myndast.
Hækkið svo hraðann á hrærivélinni í miðlungshraða og hrærið í 5-8 mínútur þar til deigið er orðið þétt og fallegt.
Setjið plastfilmu yfir skálina og látið deigið lyfta sér við stofuhita í 1-2 klukkutíma eða þar til það er orðið tvöfalt að stærð.
Smyrjið kökuform með smá smjöri svo deigið festist ekki við.
Hnoðið deigið á hveitistráðu borði og skiptið deiginu niður í litlar kúlur.
Dýfið hverri deigkúlu í bráðið smjör og rúllið svo uppúr kanilsykrinum og setjið í kökuformið þar til formið er fullt og deigkúlurnar búnar.
Setjið viskustykki eða plastfilmu yfir og geymið við stofuhita í 20 mínútur.
Útbúið púðursykurssósuna með því að blanda saman bráðnu smjöri og púðursykri.
Hellið svo sósunni yfir deigkúlurnar.
Hitið ofninn í 180 C og bakið í 30-40 mínútur.
Takið úr ofninum og látið standa í 5 mínútur áður en þið hvolfið úr kökuforminu og á kökudisk.
Skreytið með hvítum glassúr og jafnvel fræjum úr granateplum fyrir smá auka jólagleði.
Njótið þess að gúffa smá jólagúmmelaði á aðventunni.
First Price hveiti
2 kg. - 140 kr. / kg - 279 kr.
Gestus þurrger
1 stk. - 50 kr. / stk - 50 kr.
First Price Sykur
1 kg. - 210 kr. / kg - 210 kr.
Nesbú Hamingjuegg
630 gr. - 1049 kr. / kg - 661 kr.
MS smjör 500gr
500 gr. - 1576 kr. / kg - 788 kr.
MS nýmjólk
1 ltr. - 210 kr. / ltr - 210 kr.
Kötlu vanilludropar
1 stk. - 187 kr. / stk - 187 kr.
Flóru kanill
70 gr. - 4114 kr. / kg - 288 kr.
DDS púðursykur
500 gr. - 436 kr. / kg - 218 kr.