Opnunartímar

Opnunartími verslana

Sjá nánar

Jólagúmmelaði

fyrir

8

Eldunartími

40 mín.

Undirbúa

140 mín.

Samtals:

180 mín.

Jólagúmmelaði

Innihald:

5 bollar hveiti

1 msk. ger

¼ Bolli sykur

1 tsk. salt

2 egg

80 g smjör bráðið

1 ½ bolli mjólk

1 tsk. vanilludropar

Kanilsykur og smjör

1 msk. kanill

1 bolli sykur

115 g smjör

Púðursykurssósa

115 g smjör

½ bolli púðursykur

Leiðbeiningar

1

Blandið saman í skál hveiti, geri, sykri og salti.

2

Bætið eggjum, mjólk (við stofuhita), vanilludropum og bráðnu smjöri (sem er aðeins búið að kólna) saman við og hrærið hægt og rólega saman þar til deig byrjar að myndast.

3

Hækkið svo hraðann á hrærivélinni í miðlungshraða og hrærið í 5-8 mínútur þar til deigið er orðið þétt og fallegt.

4

Setjið plastfilmu yfir skálina og látið deigið lyfta sér við stofuhita í 1-2 klukkutíma eða þar til það er orðið tvöfalt að stærð.

5

Smyrjið kökuform með smá smjöri svo deigið festist ekki við.

6

Hnoðið deigið á hveitistráðu borði og skiptið deiginu niður í litlar kúlur.

7

Dýfið hverri deigkúlu í bráðið smjör og rúllið svo uppúr kanilsykrinum og setjið í kökuformið þar til formið er fullt og deigkúlurnar búnar.

8

Setjið viskustykki eða plastfilmu yfir og geymið við stofuhita í 20 mínútur.

9

Útbúið púðursykurssósuna með því að blanda saman bráðnu smjöri og púðursykri.

10

Hellið svo sósunni yfir deigkúlurnar.

11

Hitið ofninn í 180 C og bakið í 30-40 mínútur.

12

Takið úr ofninum og látið standa í 5 mínútur áður en þið hvolfið úr kökuforminu og á kökudisk.

13

Skreytið með hvítum glassúr og jafnvel fræjum úr granateplum fyrir smá auka jólagleði.

14

Njótið þess að gúffa smá jólagúmmelaði á aðventunni.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima