Starfsmaður í verslun

Krónan - holl, fersk og snjöll lágvöruverðsverslun

Á hverjum degi – allan ársins hring keppumst við, starfsfólk Krónunnar, við að koma réttu vöruúrvali til þín á eins ódýran hátt og mögulegt er.

Vissirðu að við förum að meðaltali fjórum sinnum í viku að versla mat úti í búð? Við viljum að hver verslunarferð sé ánægjuleg upplifun og leggjum metnað í að bjóða upp á mjög fjölbreytt vöruúrval.

Afgreiðslulausnir fyrir öll

Stundum viljum við gefa okkur tíma í verslunarferðina. Á öðrum stundum viljum við komast inn og út á sem stystum tíma og sleppa við mögulegar raðir. Ekkert mál! Hægt er að klára innkaupin á beltakassa, í sjálfsafgreiðslu eða í Skannað og skundað snjalllausninni okkar. Þitt er valið!

Við viljum að öllum líði vel í okkar verslunum - krakkar fá ókeypis ávöxt til að japla á á meðan þú tínir vörur í körfuna. Allt til þess að gera verslunarferðina auðvelda og fljótlega en líka áhugaverða og skemmtilega.

Minni umhverfisáhrif – grænni framtíð

Við erum stöðugt að huga að úrbótum í okkar starfsemi til að minnka umhverfisáhrif – og trúum því að í samvinnu við viðskiptavini og þjónustuaðila getum við sífellt bætt okkur og saman byggt grænni framtíð.

Krónan leggur áherslu á þrjá megin umhverfisþætti í rekstri sínum; draga úr matarsóun, spara orku og að minnka umbúðir. Við höfum náð árangri á öllum þessum sviðum og erum fyrstu íslensku svansvottuðu dagvöruverslanirnar.

Krónan í hnotskurn

Krónan er lágvöruverðsverslun sem leggur áherslu á ferskvöru. Krónuverslanir hafa verið starfræktar á Íslandi síðan árið 2000. Krónan er hluti af móðurfélaginu Festi, sem er leiðandi afl í smásölu á Íslandi. Hjá Krónunni starfa um þúsund manns og öll félög Festi eru með jafnlaunavottun VR, sem þýðir að starfsfólk sem vinnur jafn verðmæt störf fær jafnmikið greitt.

Fallback alt
Fallback alt
Fallback alt
Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur