2025

Í janúar gáfum við út yfirlit ársins 2024 í Heillakörfunni, þar sem Krónuvinir gátu séð hvernig þeir stóðu sig yfir árið - hvort þeir náðu markmiðum sínum, hverjar voru vinsælustu vörurnar og hvaða jákvæðu áhrif kaupákvarðanir höfðu á umhverfið.
2024


Krónan hóf sölu á eigin moltu sem kemur úr jarðgerðavélum sem eru staðsettar í völdum verslunum. Moltan er unnin úr lífræna úrgangnum sem fellur til í okkar starfsemi og komum við henni því aftur inn í hringrásina.

Heillakarfan birtist notendum Krónuappsins! Markmið Heillakörfunnar er að skapa jákvæðar venjur í daglegum innkaupum og er hluti af framtíðarsýn Krónunnar um að gera heilsusamlegan og sjálfbæran lífstíl að daglegum venjum allra.
2023

Við settum af stað keppni í verslunum okkar til að betrumbæta flokkunarhlutfall.

Krónan er einn af fyrstu aðilunum á Íslandi til að taka í notkun jarðvegsframleiðsluvélar frá Pure North sem er ný lausn í meðhöndlun á lífrænum úrgangi.
2022

Þurrvörubarinn í Skeifunni er ný viðbót inn í umbúðalausar lausnir Krónunnar þar sem markmiðið er að styðja enn betur við vistvænni neysluhætti viðskiptavina.

Við héldum áfram samstarfi við fatahönnuðina Sæunni og Ollu sem sérhæfa sig í sjálfbærri framleiðslu undir nafninu Slembival og stóðum fyrir hringrásar föndursmiðju fyrir starfsfólk og börn þeirra þar sem gamlir starfsmannabolir og Krónufánar fengu nýtt líf. Á föndursmiðjunni var búið til sundpoka og ýmsar töfrandi fígúrur.

Í apríl fór upp Krónukrani í verslun okkar á Granda. Tilgangurinn er að auka aðgengi að umhverfisvænni drykkarkostum.
2021

Við settum upp áfyllanlegan sápu bar í verslun okkar á Granda þar sem viðskiptavinir geta fyllt á sjampó og sápu brúsa. Vörurnar eru frá Faith in nature og eru bæði umhverfisvænar og vegan.

Við opnuðum sjálfsala í verslun okkar í Lindum sem býður upp á ískalda hreppa mjólk í glerflöskum beint frá Gunnbjarnarholti. Annar sjálfsali er fyrir fjölnota flöskur svo nú geta viðskiptavinir fyllt á flöskuna aftur og aftur.

Í júlí settum við upp fyrsta Krónukranann í Vík í samræmi við óskir viðskiptavina Krónunnar sem vilja aðgang að umhverfisvænum og umbúðalausum drykkjarkostum. Fyrstu þrjá mánuði fóru um 5.000 lítrar af vatni í fjölnotabrúsa. Næsti Krónukrani verður settur upp í verslun okkar á Granda.

Í september 2021 lauk Plastplan framleiðslu á sérstökum boxum undir umbúðalausa smávöru sem nýtt verða á Granda. Boxin eru komin í notkun en verða nýtt undir smávörur líkt og tómata og sveppi ef fólk gleymir fjölnota pokanum. Við höfum verið í samstarfi við Plastplan frá 2019 en þeir endurvinna plast sem fellur til í verslun Krónunnar m.a. úr afpökkunarborði og gefa því gleðilegt framhaldslíf.

Taktu poka eða skildu eftir poka hringrásarverkefnið fór aftur af stað í öllum verslunum eftir stutta hvíld á Covid tímum. Verkefnið snýr að því að bjóða upp á svokallaðar pokastöðvar fyrir fjölnotapoka þar sem viðskiptavinum býðst að skilja eftir fjölnota poka sem þeir vilja gefa áfram eða grípa poka til að taka með sér. Pssst… Allir pokar velkomnir

1. júlí 2021 hættum við með svarta ruslapoka. Stuðlum að endurvinnslufarvegi og grípum glæran poka!

Í júní 2021 hlaut Krónan Fjörusteininn, umhverfisverðlaun Faxaflóahafnar fyrir framsækni í umhverfismálum og verið til fyrirmyndar hvað varðar frágang á lóðum og snyrtilegt umhverfi.

Í maí 2021 hófum við notkun á nýjum innkaupakerrum og körfum í Krónunni Skeifunni, sem framleiddar eru úr endurnýttum fiskinetum og öðru endurunnu plasti úr sjónum. Endurnýjun kerra í öðrum verslunum verður framvegis af þessari nýju gerð.

Í febrúar 2021 lauk Plastplan framleiðslu á yfir 3000 verðlaunapeningum úr endurnýtanlegum hráefnum sem gleðja litla knattspyrnusnillinga á Krónumóti HK. Við höfum verið í samstarfi við vini okkar úr Plastplan síðan 2019 en þeir endurvinna plast sem fellur til í verslun Krónunnar m.a. úr afpökkunarborði og gefa því gleðilegt framhaldslíf.