Tímalína

2021

Fallback alt
Sápubar

Við settum upp áfyllanlegan sápu bar í verslun okkar á Granda í desember þar sem viðskiptavinir geta fyllt á sjampó og sápu brúsa. Vörurnar eru frá Faith In Nature og eru bæði umhverfisvænar og vegan.

Fallback alt
Hreppamjólk

Við opnuðum sjálfsala í verslun okkar í Lindum í desember þar sem hægt er að næla sér í ískalda hreppa-mjólk í glerflöskum beint frá Gunnbjarnarholti. Annar sjálfsali er fyrir fjölnota flöskur svo nú geta viðskiptavinir fyllt á sömu flöskuna aftur og aftur.

Fallback alt
Krónukraninn

Í júlí settum við upp fyrsta Krónukranann í Vík í samræmi við óskir viðskiptavina Krónunnar sem vilja aðgang að umhverfisvænum og umbúðalausum drykkjarkostum. Fyrstu þrjá mánuðina fóru um 5.000 lítrar af vatni í fjölnota brúsa - geri aðrir betur. Næsti Krónukrani verður settur upp í verslun okkar á Granda og er aldrei að vit a nema fleiri slíkir kranar líti dagsins ljós í verslunum okkar.

2020

Fallback alt
Allar verslanir Krónunnar Svansvottaðar

Í desember 2020 svansvottuðum við allar verslanir Krónunnar. Svansvottun er opinbert og vel þekkt umhverfismerki á Norðurlöndunum sem er meðal annars með það markmið að lágmarka umhverfisleg áhrif á neyslu og framleiðslu vara.

2019

Fallback alt
Framtak ársins á Umhverfisdegi atvinnulífsins 2019

TAKK! Krónan fékk verðlaunin framtak ársins á Umhverfisdegi atvinnulífsins í október 2019.