Tímalína
2021

Við settum upp áfyllanlegan sápu bar í verslun okkar á Granda í desember þar sem viðskiptavinir geta fyllt á sjampó og sápu brúsa. Vörurnar eru frá Faith In Nature og eru bæði umhverfisvænar og vegan.


Í júlí settum við upp fyrsta Krónukranann í Vík í samræmi við óskir viðskiptavina Krónunnar sem vilja aðgang að umhverfisvænum og umbúðalausum drykkjarkostum. Fyrstu þrjá mánuðina fóru um 5.000 lítrar af vatni í fjölnota brúsa - geri aðrir betur. Næsti Krónukrani verður settur upp í verslun okkar á Granda og er aldrei að vit a nema fleiri slíkir kranar líti dagsins ljós í verslunum okkar.
2020

Í desember 2020 svansvottuðum við allar verslanir Krónunnar. Svansvottun er opinbert og vel þekkt umhverfismerki á Norðurlöndunum sem er meðal annars með það markmið að lágmarka umhverfisleg áhrif á neyslu og framleiðslu vara.