Fallback alt

Hugsum um hreinlætið

Þarf að vera með andlitsgrímu?

Nei.

Hvernig er þrifum nú háttað í verslunum?

Handföng á kerrum og sjálfsafgreiðslukassar eru sótthreinsaðir eftir hvern viðskiptavin. Þá hafa öll önnur þrif í verslun verið stóraukin auk þess sem við hvetjum alla viðskiptavini til að nota handspritt þegar gengið er inn í verslun og aftur þegar gengið er út.

Verður hleypt inn í hollum?

Nei.

Verða sjálfsafgreiðslukassar þrifnir milli hvers kúnna?

Já. Nú eru allir sjálfsafgreiðslukassar og posar þrifnir eftir hvern viðskiptavin. Við hvetjum einnig viðskiptavini til að spritta sig fyrir og eftir verslunarferð. Sprittstöð er að finna við allar sjálfsafgreiðslustöðvar.

Hvernig takmarkið þið umferð inn í verslanir og haldið fjöldatakmörkunum?

Hámarksfjöldi í verslunum er háður stærð verslana og megum við taka á móti 500 manns í stærri verslunum og 300 manns í minni verslunum okkar samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 29. janúar 2022. Ekki er metin þörf á að telja inn og úr verslunum.

Í verslunum er miðast við 1 meters fjarlægðarmörk til að tryggja öryggis starfsfólk og viðskiptavina.

Pssst… Minnum á Snjallverslun Krónunnar. Erum að vinna í að fjölga heimsendingarplássum og afhendingarstöðum.

Hvernig haldið þið utan um starfsfólk á þessum tíma til að takmarka þeirra sýkingarhættu?

Við fylgjum öllum fyrirmælum frá Almannavörnum og upplýsum okkar starfsfólk um það. Við höfum hengt upp leiðbeiningar á öllum kaffistofum okkar og erum í stöðugum samskiptum við fólkið okkar til að tryggja að allir séu eins vel upplýstir og kostur er á. Jafnframt höfum við sett upp hlífðarskildi úr plasti við afgreiðslukassa til að vernda starfsfólkið okkar og eru hanskar og andlitsgrímur í boði fyrir starfsmenn.

Munu einhverjar verslanir loka og aðrar vera opnar?

Að svo stöddu sjáum við ekki fram á neinar lokanir. Hinsvegar gæti það breyst ef kemur til veikinda starfsfólks okkar, að við þurfum að hliðra til. Þá reynum við eftir fremsta megni að tryggja að verslanir opni aftur eins fljótt og auðið er með nýrri vakt. Stærstu verslanir verða í forgangi að hafa opið.

Hvaða vörur mun skorta ef það verður vöruskortur?

Ein sambærileg vara mun leysa af hólmi aðra ef þar gætir tímabundins vöruskorts, vegna breytingar á neyslu eins og á sér stað núna. Við erum að selja hlutfallslega meira af þurrvöru en áður. 60-70% af vörunum okkar er íslensk framleiðsla og hún er enn í fullum gangi. Þá erum við í reglulegum samskiptum við erlenda birgja okkar og þar hefur engu verið flaggað svo þar eru engin fyrirsjáanleg vandamál.

Hvað gerist ef þið getið ekki mannað búðirnar?

Við teljum ólíklegt að til þess komi og munum beita öllum ráðum til að svo verði ekki. Það er í forgangi hjá okkur að tryggja að sem minnst rask verði fyrir viðskiptavini okkar. Ef svo ólíklega skyldi vilja til myndum við bregðast við með styttum opnunartíma og lágmarksþjónustu en teljum mjög ólíklegt að svo verði.

Hvernig tryggið þið að fólk haldi fjarlægð við aðra?

Við verðum að treysta á að viðskiptavinir okkar fylgi fyrirmælum Almannavarna. Víðsvegar í verslunum okkar má finna merkingar sem minna með einföldum hætti á fjarlægðarmörkin.

Hvernig á að bera sig í röð á kassa?

Við biðjum um að tilmæli séu virt sem sett eru af Almannavörnum. Við munum setja upp skilti við kassa til að minna á það. Jafnframt að þegar starfsmaður aðstoðar við sjálfsafgreiðslukassa að viðskiptavinir stígi til baka meðan starfsmaður hjálpar, til að tryggja að fjarlægðarmörk séu virt.

Verður fylgst með sprittun viðskiptavina?

Við teljum ekki þörf á því. Við höfum fengið frábær viðbrögð við sprittstöðvum sem við bjóðum upp á í verslunum okkar og er augljóst að fólk nýtir sér þær.

Þarf að vera í hönskum?

Við mælum fyrst og fremst með handþvotti og/eða spritti fyrir og eftir verslunarferð.

Hvaða kassar verða opnir?

Til eru dæmi hjá okkur um að beltakössum og sjálfsafgreiðslukössum sé lokað til að tryggja fjarlægð. Við höfum stóraukið þrif við kassa til að tryggja öryggi viðskiptavina okkar.