Snarlið

TikTok vefja og Nutella vefja

 • Tortilla pönnukökur

 • Foreldaður kjúklingur

 • Paprika

 • Rifinn ostur

 • Nutella

 • Litlir sykurpúðar

 • Banani

 • Jarðarber

TikTok vefjan

Skerið paprikuna í strimla.
Skerið í tortilla pönnukökuna og setjið hráefnið á hana, hvert á sinn fjórðung eins og sýnt er í myndbandinu.
Brjótið vefjuna síðan saman og setjið í samlokugrillið uns hún er orðin fallega brúnuð og osturinn er bráðnaður.

Eftirrétta vefjan

Skerið í tortilla pönnukökuna.
Smyrjið Nutella á þriðjung pönnukökunnar, setjið sykurpúða á næsta þriðjung og loks banana og jarðarber á þann þriðja.
Brjótið saman eins og sýnt er í myndbandinu og setjið á samlokugrillið.
Grillið uns sykurpúðarnir eru bráðnaðir.

Geggjaðir grillaðir eftirréttir

 • Ananas

 • Bananar

 • Púðursykursósa

 • 100 g smjör

 • 1/2 bolli púðursykur

 • 1 msk. kanill

 • Safi úr 1/2 lime

 • Rjómi

 • Ristaðar kókosflögur

 • Fersk ber

Setjið í pott og hrærið uns bráðnað saman. Skerið ananasinn í helming og svo hvorn helming aftur til helminga. Hreinsið kjarnann burt. Penslið með púðursykursósunni.
Grillið uns tilbúið og berið þá fram með rjóma, ristuðum kókosflögum, ferskum berjum eða hverju því sem ykkur dettur í hug.

Sjúkleg samloka og pastasalatið sem passar alltaf

 • 1/2 agúrka

 • Handfylli af kirsuberjatómötum

 • 2-4 vorlaukar

 • Soðnar pastaskrúfur

 • 1/2 bolli fetasotur

 • Fersk basillauf

 • Flögusalt

Sjóðið pastað. Skerið niður agúrkuna, tómatana og vorlaukinn. Blandið saman og setjið pastað saman við og fetaostin. Rífið niður basil og hrærið létt saman. Að síðustu skal salta örlítið með góðu flögusalti.

Samlokan

 • Paprika

 • Salami

 • Pepperóní

 • Chorizo

 • Ostur í sneiðum

Sinnepssósa

 • Sætt sinnep

 • Majónes

Blandið saman sætu sinnepi og majónesi í jöfnum hlutföllum.

Takið stórt snittubrauð og skerið í það. Passið samt að skera það ekki alveg í sundur. Gott er að skera brauðið til helminga svo að samlokan verði ekki of löng en það getur verið vesen að ferðast með of langa samloku. Smyrjið brauðið með sinnepssósunni. Setjið síðan salami, pepperóní og chorizo á brauðið. Því næst papriku og loks ost.

Frostpinnar og íspinnar

Íspinnar

 • Perur

 • Nutella

 • Rjómi

Gott er að nota vel þroskaðar perur. Helst á síðasta sjéns 🙂 Skerið perurnar niður og setjið í blandara.

Bætið Nutella við og rjóma. Blandið vel og hellið í íspinnaform. Skreytið með súkkulaði og kökuskrauti.

Frostpinnar

 • Mandarínur

 • Kíví

 • Jarðarber

 • Bláber

 • Brómber

 • Eplasafi

Skerið ávextina niður ef þarf.  Raðið síðan í frostpinnaformin.  Fyllið upp með eplasafa. Frystið.

Í Ísgerðinni eru engar reglur. Þið megið setja allt sem ykkur þykir gott í frostpinnana og nota hvaða ávexti sem er. Hægt er að leika sér með ídýfur og skraut og gera íspinnana algjörlega einstaka.

Óvenjulegar pylsur

 • Pylsur

 • Pylsubrauð

 • Salsasósa

 • Bakaðar baunir

 • Avókadó

 • Doritos snakk

 • Salthnetur

 • Súrar gúrkur

 • Bernaise sósa

 • BBQ sósu

 • Jalapeno

 • Parmesan ost

Grillið pylsurnar eftir kúnstnarinnar reglum og setjið svo það meðlæti sem þig langar mest í á þína pylsu. Prófaðu álegg sem þér hefði aldrei dottið í hug að setja á og útkoman mun koma þér merkilega á óvart.

Óvissukarfan

Stir-fry

 • Hrísgrjónanúður

 • Risarækjur

 • 4 msk. súrsæt sósa

 • 2 msk. salthnetur

 • 3 tsk. sesamfræ

 • 2 hvítlauksgeirar

 • 3 msk. soya sósa

 • 1 msk. hrísgrjónaedik

 • 4 msk. tómatsósa

 • 2 msk. púðursykur

 • 4 msk. sesamolía

 • Paprika

 • Brokkólí

 • Vorlaukur

 • Blómkál

Skerið allt grænmetið niður – líka hvítlaukinn. Sjóðið hrísgrjónanúðlurnar og kælið um leið og þær eru tilbúnar. Setjið sesamolíu á pönnu og steikið grænmetið. Bætið rækjunum á pönnuna. Setjið því næst sesamfræ út á. Því næst hrísgrjónaedik, soya sósu og tómatsósu. Að lokum súrsætu sósuna og púðursykur. Hrærið vel í pönnunni. Bætið núðlunum við, setjið svo saltnheturnar saman við. Setjið á disk og skreytið með vorlauk.

Blint smakk snýr aftur!

Sjóðandi heit húsráð

Snarlið þá og nú

Sumar réttir

Ferðalaganesti

Í nestistösku Alexöndru og Áslaugar pökkuðu þær eftirfarandi:

 • Heimagert granóla

 • Gulrætur

 • Hnetumix

 • Gúrkuvatn

 • Súkkulaðirúsínur

 • Blandaðir ávestir

 • Dressing fyrir gulræturnar

 • Kjúklingavefja

Hér er lykilatriðið að velja sér eitthvað bragðgott og hollt í bland við annað góðgæti. Nesti á að vera skemmtilegt og fjölbreytt því þá er svo gaman að borða það

Steik og bernaise

2 vænar rib-eye steikur

Bernaise sósa:

 • 300 g smjör

 • 3 eggjarauður

 • ½ tsk. bernaise essense

 • ½ tsk. estragon

 • ¼ tsk. kjötkraftur

 • Salt og pipar

Bræðið smjörið.

Pískið eggjarauðurnar vel og hellið síðan smjörinu rólega saman við. Ef sósan verður of þykk skal setja smá vatn til að þynna hana.

Hellið öllu smjörinu saman við. Pískið vel. Hellið bernaise essense saman við og estragoni.

Geymið í hitabrúsa uns kjötið er tilbúið.

Steikin

Takið kjötið úr kæli klukkutíma áður en það fer á grillið.

Saltið og piprið það áður.

Passið upp á að grillið sé vel heitt áður en steikurnar fara á grillið.

Grillið steikurnar í 5 mínútur á hvorri hlið.

Að grillun lokinni skal leyfa kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur.

Þekkir þú bragðið?

Tungan skynjar allar fimm bragðtegundirnar; sætt, súrt, salt, beiskt og umami.

Heimagert granóla

Matti og Móa

 •  2 ¼ bolli hafrar

 • 1 ½ bolli Rice Krispies, hafrar, möndlur,  hunang, ljós púðursykur, smjör og súkkulaðibitar.

 • ¼ bolli saxaðar möndlur

 • ⅓ bolli hunangi

 • ½ bolli ljos puðursykur

 • 6 msk. smjör

 • ½ bolli súkkulaðibitar

Aðferð:

Setjið smjör- eða álpappír í það form sem þið viljið nota.

Bræðið saman í potti smjöri, púðursykri og hunangi og hrærið saman þar til blandan er orðin vel blönduð saman.

Í aðra skál skal setja hafra, púðursykur og möndlur. Blandið vel saman.

Þegar smjörblandan er tilbúin í pottinum skal hella henni varlega yfir hafrablönduna og hræra varlega saman. Að síðustu skal bæta við súkkulaðibitunum.

Hellið blöndunni í formið og þéttið vel með höndunum.

Kælið í 1-2 klukkustundir.

Brjótið granólað niður eða skerið það og geymið í loftþéttu íláti.

Krap og appelsínuklakar

Matti og Móa

 • 6-10 appelsínur

 • Klakapokar

Aðferð:

Takið appelsínurnar og skerið þær varlega í tvennt.

Kreystið safann vel úr þeim. Best er að nota safapressu.

Fyllið einn klakapoka.

Setjið afganginn af safanum í fat eða á disk.

Setjið í frysti í 3-6 klukkustundir.

Til að búa til krapið er það skafið upp með gaffli og sett í glas.

Appelsínuklakinn er settur saman við vant og sódavatn.

Heimagerðir hamborgarar

Baldvin og Karl

500 g nautahakk
1 tsk. cummin
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. laukduft
Salt og pipar
Ostur í bitum (gott að nota afgangsost)
Ostur í sneiðum
Hamborgarabrauð
Bbq-sósa
Tómatar
Agúrkur
Kál

Aðferð:

Blandið kryddinu saman við nautahakkið og blandið vel saman.
Skerið ostinn niður í litla teninga.
Mótið þunna borgara úr hakkinu. Setjið ostateningana í miðjuna og setjið síðan annan borgara yfir.
Smyrjið smjöri á hamborgarabrauðinu.
Skerið agúrku og tómata í sneiðar.
Grillið hamborgarana í 2-3 mínútur á hvorri hlið.
Þegar þið snúið þeim skulið þið setja bbq-sósu á borgarann og ostsneið á hliðina sem búið er að grilla.
Í lokin skulið þið setja hamborgarabrauðin á grillið þannig að þau ristist aðeins.
Setjið tómatana, agúrku og kál á borgara og þær sósur sem ykkur finnst best að setja á og njótið!

Kjúklingavefjur

Baldvin og Karl
2 msk. majónes
1 msk. bbq sósa
Tilbúin elduð kjúklingalæri
1 avókadó
1 paprika
1 bolli maís
Salt og pipar
Tortilla pönnukökur

Aðferð:

Vefjurnar eru ofboðslega auðveldar og hér er ekkert mál að nota þau hráefni sem þið viljið. Við völdum tilbúin kjúklingalæri því þau eru svo þægileg.
Skerið kjúklinginn niður í teninga.
Skerið því næst niður avókadó og papriku.
Blandið saman majónesi og bbq sósu og búið þannig til bbq-majó.
Í stóra skál skulið þið blanda saman papriku, kjúkling, avókadó og bbq-majó og blanda vel saman.
Setjið blönduna á tortilla pönnuköku, brjótið inn hliðarnar og rúllið upp.
Gott er að pakka vefjunni í smjörpappír ef taka á vefjuna með sem nesti.

Þekkir þú bragðið?

Tungan skynjar allar fimm bragðtegundirnar; sætt, súrt, salt, beiskt og umami.

Léttir réttir

Þriggja hæða samloka

Samlokubrauð
2 msk sætt sinnep
1 dós sýrður rjómi
kjúklingaálegg
skinka
salami
ostur
paprika
tómatar
gúrkur

Í þessari uppskrift erum við ekki með neinar mælieiningar – svona þannig nema bara í sinnepsdressingunni en þá setjum við tvær matskeiðar af sinnepi út í eina dós af sýrðum rjóma. Annars er þetta einfalt. Þið raðið álegginu á eins og þið viljið og borðið svo með bestu lyst. Munið að þið getið sett það sem þið viljið á milli og eruð alls ekki bundin af því sem var gert í myndbandinu. Athugið að það er eiginlega algjört lykilatriði að rista brauðið fyrst.

Kjötbollur

600 g nautahakk
1 krukka tómatbasil sósa
1 bréf taco krydd
1 egg
100 g rifinn ostur
Ostur – skorinn í teninga til að setja inn í bollurnar
100 g nachos flögur
matarolía

Hnoðið eggið og taco kryddið saman við nautahakkið. Passið að hendurnar séu hreinar og mótið síðan bollur. Inn í hverja bollu skuluð þið setja lítinn ostbita. Hann bráðnar þegar kjötbollan eldast og bollan verður helmingi betri. Smyrjið eldfast mót og raðið bollunum í mótið. Setjið tómatbasil sósuna yfir og loks rifinn ost. Bakið við 200 gráður í 17 mínútur. Berið fram með nachos flögum.

Hrærð egg

4 egg
2 msk rjómi
smjörklípa
ristað brauð

Þessi uppskrift er einföld. Það eina sem þið þurfið að gera er að kveikja undir pönnunni (ekki of hár hiti – bara miðlungs), setja smjör á pönnuna, brjóta tvö egg í skál, setja 2 msk. af rjóma saman við og píska saman.
Hellið svo á pönnuna og hrærið í með trésleif þangað til eggin eru orðin vel hrærð og fín.
Berið fram með ristuðu brauði.

Bökuð bleikja

2 bleikjuflök
1 brokkólíhaus
10 kirsuberjatómatar
1 appelsína
2 msk hunang
2 msk soya sósa
salt og pipar
matarolía
kóríander

Byrjið á að skera niður brokkólíið og tómatana. Raðið grænmetinu í eldfast mót. Hellið smá olíu yfir og saltið og piprið. Setjið bleikjuflökin yfir grænmetið.
Því næst hellið þið soya sósunni yfir og rífið appelsínubörk yfir. Skerið svo appelsínuna í tvennt og kreistið safa yfir fiskinn. Að lokum hellið þið hunanginu yfir bleikjuflökin.
Bakið í ofni í 12 mínútur á 180 gráðum.
Ef þið viljið skreyta réttinn þá má setja smá kóríander yfir eins og sést í myndbandinu.

Jarðaberjabúst

1 lítil dós vanilluskyr
6-8 jarðarber
50 ml mjólk

Setjið öll hráefnin saman í blandara og blandið vel saman. Þið getið ráðið því hversu þykkt bústið verður með því að setja meira eða minna af mjólk. Hægt er að nota hvaða ávexti sem er í staðinn fyrir jarðarberin og prófa sig áfram með annars konar skyr. Þarf alls ekki að vera vanilluskyr.

Pítsa

Tilbúið pítsudeig
pítsusósa
pepperóní
rifinn ostur

Byrjið á að fletja pítsudeigið út og setjið hveiti á það til að það sé ekki klístrað.
Setjið smjörpappír á ofnplötu og skellið deiginu á plötuna.
Setjið síðan pítsusósu á deigið, því næst áleggið og loks ostinn.
Bakið í ofni á 180 gráðum í 12-15 mínútur.
Í myndbandinu var notað tilbúið pítsudeig og tilbúin pítsusósa en ef þið eruð tilbúin að flækja eldamennskuna ögn þá að sjálfsögðu gerið þið ykkar eigin pítsudeig og sósu.

Göturéttir

Rautt pestó

1 krukka rautt pestó

10 svartar ólífur
smátt skornar

10 döðlur 
smátt skornar

2 msk kasjúhnetur
(má sleppa)

2 msk fetaostur
(má sleppa & má setja meira ef vill)

1-2 msk Steinselja fersk
smátt söxuð (má sleppa)

Blanda saman og borða ofan á kex eða brauð … Hræðilega gott.

Geymið í hreinni glerkrukku með loki (ef það klárast ekki strax það er að segja).

Karamellukaka

250 g döðlur + 1 dl vatn

100g smjör

1/2 tsk kanill

1 tsk vanilluduft eða dropar + ½ tsk sjávarsalt

20 dropar vanillu- eða karamellustevía (eða 1 msk kókospálmasykur) – bæði val

2 egg

50 g hrísgrjónamjöl, möndlumjöl eða fínt spelt  

2 tsk vínsteinslyftiduft

Hitið ofninn í 180°C. Leggið döðlurnar og 1 dl af vatni í pott ásamt smjöri og sjóðið rólega í um 1 mínútu. Bætið kanil, vanillu, salti og stevíu saman við. Maukið svo vel saman. Ég nota töfrasprota og mauka þetta ofan í pottinum. Setjið egg í aðra skál og pískið saman. Bætið döðlublöndunni saman við, sem og mjöli og lyftidufti. Setjið deigið í 24cm smelluform (ég set yfirleitt smjörpappír í formið fyrst). Bakið í um 28-30 mínútur.

Heit karamellusósa

3 msk kókospálmasykur eða hrásykur

2 msk hlynsýróp

20 dropar karamellustevía (eða ein matskeið í viðbót af hlynsýrópi eða kókospálmasykri)

80g smjör

100 ml rjómi

Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða. Látið sjóða við vægan hita í um 4-5 mínútur, kælið og hellið yfir kökuna. Ekki fara frá karamellunni á meðan hún sýður.

Taco (fyrir 4-5)

500g Nautahakk

1 laukur
skorinn

2 msk ólífuolía

ítalskt panini krydd OG sterkt paprikukrydd
(mjög mikið af hvorutveggja)

Sjávarsalt eftir smekk

Steikja allt saman við meðalhita. Þegar þið eruð búin að steikja í svolitla stund er gott að lækka hitann í 2-3, setja lokið á og láta bíða í um 3-4 mínútur og þá steikist hakkið í gegn.

Mér finnst best að setja nautahakkið í skeljarnar, mozzarella rifinn yfir og hita svo skeiljarnar undir grilli, þangað til osturinn er bráðinn. Svo getur hver og einn bætt í sína skel því sem honum finnst gott:

Meðlæti, dæmi:

guacamole eða lárperu sneiðar
sýrður rjómi
salsa
íslenskt salat
gúrkustrimlar

Kjúklingavefja

Steikið:
1 rauðlaukur, laukur eða blaðlaukur (val)

1 paprika

2-3 kjúklinglingabringur

Kryddin:
2 msk kjúklingakrydd

2 msk sterkt paprikukrydd

ólífuolía (til að steikja upp úr)

Hvað þurfið þið annað:
vefjur
salsa
guacamole (má sleppa en mjög gott)
sýrður rjómi
rifinn mozzarella eða heill skorinn í sneiðar eða tættur niður
íslenskt salat

Skolið paprikuna og skerið smátt sem og laukinn. Steikið þar til mjúkt við meðalhita af ólífuolíu og fullt af kryddi. Takið af pönnunni og setjið í skál. Skerið kjúklinginn á sérstöku kjúklingabretti (ekki trébretti). Steikið hann næst í ólífuolíu og fullt af kryddi á meðalhita. Þegar bitarnir hafa lokast er gott að lækka hitann í um það bil 2-3, setja lokið á og bíða í um 3-4 mínútur á meðan hann eldast í gegn. Á meðan þið bíðið, getið þið tekið meðlætið til. Setjið kjúklinginn eldaðan í skálina með steikta grænmetinu og berið fram með öllu hinu meðlætinu.

Grilluð súrdeigsbrauðsneið með lárperu, pestó og mozzarella

1-2 Súrdeigsbrauðsneiðar

Grænt pestó

Mozzarella Lárpera (avókadó)

Tómatar

Grillið eða ristið súrdeigsbrauðsneið. Smyrjið svo með grænu pestói og setjið lárperusneiðar ofan á, mozzarellasneiðar og tómatasneiðar og berið fram. Gott að skvetta ögn af ólífuolíu yfir í lokin og krydda með salti og pipar.

Aukaupplýsingar:

*Geymið endilega súrdeigsbrauð í frysti svo engar sneiðar fari til spillis

*Geymið afganginn af mozzarellukúlunni í hreinni krukku með loki en setjið smá ólífuolíu yfir hana og sjávarsalt. Ólífuolían lokar fyrir súrefni en súrefnið skemmir mat (bakteríur í andrúmsloftinu) og sjávarsaltið sótthreinsar.

Salatdressingar

Möndludressing:

2 tsk möndlumauk (mér finnst dökka frá MONKI best)

½- dl ólífuolía

Ögn af sjávarsalti

Blanda vel saman í glas/krukku.

Hunangs- og sinnepsdressing:

½ dl hunang (akasíu til dæmis)

½ dl sinnep

½ dl kaldpressuð ólífuolía

1 tsk sjávarsalt

2-3 tsk chili mauk (t.d. sambal oelek) EÐA 1 hakkaður rauður chili EÐA 1-2 pressuð hvítlauksrif

1 límóna (lime), safinn

Salatið sjálft:
Íslenskt salat
Ferskur mangó (ef til – má sleppa)
Trönuber (Mikilvæg finnst mér, ef maður er ekki með mangó í salatinu)
Hampfræ (ljúffeng, prótein og góð fita)
Svo má setja út á salatið afganga af fiski/kjöti frá því deginum áður.

Hindberja- og mangóþeytingur

Þessi er í uppáhaldi.

1 1/2 dl frosinn mangó

1 dl frosin hindber

3 döðlur
(skornar í bita) EÐA 2 döðlur og 10 dropar vanillustevía

2 dl möndlumjólk
(eða upp að innihaldinu í blandaranum um það bil).

Blanda vel í blandara. Bætið við vatni eða meiri möndlumjólk ef ykkur finnst þurfa.

*Þið megið nota 1 þroskaðan banana í staðinn fyrir döðlurnar.

Guacamole

2  þroskaðar lárperur
(avókadó)

1 lime eða sítróna
(safinn)

salt og pipar

cayenne á hnífsoddi

1/3 tsk hvítlauksduft eða 1 pressað hvítlauksrif

1/2-1 dl smátt skorinn rauðlaukur

Nokkrir kokteiltómatar skornir í tvennt (má sleppa)

Ferskur kóríander saxaður, magn eftir smekk (má sleppa).

Þvoið lárperurnar og skerið í tvennt. Kreistið út steininn. Skafið aldinkjötið út með skeið og setjið á disk. Kreistið sítrónu- eða límónusafa yfir og stappið saman.

Bætið hinu öllu við og berið fram.

Hollari millimál

Hafragrautur

0,75 dl hafrar

100 ml möndlumólk
(eða önnur mjólk)

100 ml vatn

1/2 epli
(skola eplið og sneiða það svo út í pottinn)

5 stk frosin hindber
(má prófa 1-2 msk bláber eða önnur ber eða ávextir sem þið eigið)

2 msk rjómi

Láta suðuna koma upp en lækka strax aftur og láta malla á lágum hita í um 2 mínútur. Bæta við mjólk, rjóma eða vatni ef þarf og þið viljið hafa þetta allt þynnra.

Bragðbætir og næring:
Kanill
Vanilla
Vanillustevía (3-4 dropar)
Hampfræ
Gojiber
Mórber
Banani

Hýðishrísgrjónagrautur

1 dl elduð hýðishrísgrjón
(t.d. afgangur frá því úr kvöldmatnum)

1 dl mjólk og/eða rjómi

Hita saman rólega í um 2 mínútur.

Bragðbætir:
Kanill
Niðurskorið epli
Hrásykur eða kókospálmasykur
3 dropar vanillustevía (gefur sætu án hitaeininga og blóðsykurstruflana)

Hjónabandssæla

180g smjör

150g hafrar

150g gróft spelt

70g kókospálmasykur eða lífrænn hrásykur

50g kókosmjöl

2 dl sulta

Hitið ofninn í 180°C. Bræðið smjörið. Blandið þurrefnunum saman fyrst og blandið svo smjörinu saman við. Ef þið viljið hafa deigið ögn blautara bætið þið við ½ dl af vatni. Þjappið ¾ af deiginu ofan í 24cm eldfast mót og smyrjið sultuna ofan á. Dreifið afganginum af deiginu yfir. Bakið í um 25-30 mín.

Lárpera á hrökkkex

Þvoið lárperuna (avakadó), skerið í tvennt og kreistið út steininn.

Skafið út grænt aldinkjötið á disk.

Skolið súraldin, skerið smá bita af því og kreistið safann yfir lárperuna (avakadó).

Geymið afganginn af súraldinu ofan í glasi, sárið niður, inni í ísskáp.

Saltið ögn með himalaysalti eða sjávarsalti.

Stappið með gaffli og smyrjið svo á hrökkkex eða brauð að eigin vali.

Soðin egg

Sjóðið vatn í potti. Þegar suðan er komin upp, lækkið aðeins hitann.

Setjið eggin varlega ofan í pottinn með matskeið.

Sjóðið eggin í 6 mínútur ef þau eiga að vera linsoðin en 10 mínútur ef harðsoðin.

Munið að kæla eggin hratt þegar tíminn er runninn upp (6 mínútur eða 10 mínútur) því annars halda þau áfram að eldast.

Linsoðin egg finnst mér best að setja í skál eða glas, ögn af himalayasalti yfir og njóta.

Harðsoðin egg má borða hvernig sem maður vill en þau eru mjög góð ofan á brauð.

Lárpera (avakadó) og mangó

Þvoið lárperuna (avakadó) og mangóinn. Skerið lárperuna (avakadó) í tvennt og kreistið út steininn. Skafið út grænt aldinkjötið á disk. Afhýðið þann hluta af mangóinum sem þið ætlið að borða og skerið aldinkjötið í bita. 

Skolið súraldin, skerið smá bita af því og kreistið safann yfir lárperuna.

Skreytið og bragðbætið með kókosmjöli og hampfræjum (val)

Þessu má auðveldlega breyta í smoothie-skál með því að mauka þetta saman við lífræna jógúrt eða möndlumjólk og sæta ögn með 4 dropum af vanillustevíu. Þetta myndi ég þá skreyta með goji, hampfræjum og mórberjum.

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur