
Búúúúú....ert þú skelfilegur útskurðarsnillingur?
Ath. fullt er í skráningu í Skelfikerið 2024!
Við minnum á sýninguna í Lindum helgina 19.-20. október.
----------------------------
Taktu þátt í Skelfikerinu, graskersútskurðarkeppni Krónunnar! Við skorum á alla hrekkjavökusnillinga til að skrá sig til leiks og koma með sitt, útskorna grasker í Krónuna Lindum föstudaginn 18. október.
Graskerin verða til sýnis í Lindum helgina 19.-20. október og sérstök dómnefnd mun rýna dýrðina!
Verðlaunaathöfn verður haldin sunnudaginn 20. október með pompi og prakt!
Vegleg verðlaun í boði fyrir skeeeeeeeeeeelfilegustu kerin:
1. sæti: 100.000 kr. gjafakort í Krónuna
2. sæti: 50.000 kr. gjafakort í Krónuna
3. sæti: 25.000 kr. gjafakort í Krónuna
Frumlegasta kerið: 15.000 kr. gjafakort í Krónuna
Ath. takmarkaður fjöldi þátttakenda.